Annasöm vika hjá Möllernum

Gífurlegar breytingar hafa orðið á aðbúnaði farþega sem fara um Egilsstaðaflugvöll með tilkomu nýju farþegamóttökunnar, sem tekin var formlega notkun í dag. Að vísu hefði hún verið kærkomin nokkrum árum fyrr, en betra er seint en aldrei.

Það er skammt stórra högga á milli núna hjá Kristjáni L. Möller samgönguráðherra. Fyrir nokkrum dögum  innsiglaði hann samkomulag við borgarstjórann um samgöngumiðstöð í Reykjavík, í gær mundaði hann sprengjuhnallinn í Héðinsfjarðargöngum og í dag opnaði hann formlega nýja viðbyggingu við flugstöðina Egilssaðaflugvelli. Þess á milli hefur karlinn svo verið að spjalla við atvinnubílstjóra í Reykjavík, á Akureyri og á Egilsstöðum. - Annasöm vika hjá Möllernum víða um land.

Eins og fram kemur í frétt mbl hefur farþegum fjölgað mikið um Egilsstaðaflugvöll á liðnum árum, bæði í innanlands- og millilandaflugi. Þá hefur mikilvægi flugvallarins sem varaflugvallar í millilandaflugi alltaf verið að aukast, enda veðurfars- og landfræðilega á góðum stað.

Það var svolítið skemmtileg tilviljun að í þann mund er opnunarathöfninni á flugvellinum var að ljúka varð ljóst að færeysk farþegaþota þyrfti að lenda þar vegna ófærðar í Færeyjum, jafnvel var búist við að um hundrað farþegar hennar þyrftu að gista á Egilsstöðum. Færeyingar nota Egilsstaðaflugvöll mikið sem varaflugvöll auk Icelandair.

Á myndunum, sem fylgja með og teknar voru í lok opnunarathafnarinnar í dag, má sjá tvo austfirska bloggara, sem þar voru; Seyðfirðinginn Saxa (Einar Braga Bragason) og Héraðsmanninn Pella (Benedikt Vilhjalmsson).

SaxiPelli


mbl.is Nýr komusalur tekinn í notkun í flugstöðinni á Egilsstaðaflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Dugnaðarforkur Möllerinn!

Eysteinn Þór Kristinsson, 5.4.2008 kl. 22:50

2 Smámynd: Denny Crane

Hvar skrái ég mig í Áhugamannafélagið Kristján Möller ?  Sportvöruverslun Siglufjarðar hefur ekki séð sólina síðan hann hætti og fór á þing.  Hvernig er það, er Kristján með eða á móti Alcoa og ætlar hann sjálfur að bora Vaðlaheiðargöngin eða ætlar hann að láta fólkið á malbikinu fá sína Sundabraut? Er Kristján okkar maður? Hverjir erum við? Er Kristján að skoða málin ? Er Kristján skyldur Ingó Möller ?

Denny Crane, 6.4.2008 kl. 12:38

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ég hef ekki hugmynd, er ekki sjálfur í slíku félagi, en þú getur eflaust stofnað svona félag ef það er ekki til og þú ert svona áhugasamur að vilja skrá þig í það. Það eru til áhugamannafélög um allt mögulegt og því ekki Möllerinn 

Haraldur Bjarnason, 6.4.2008 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband