Á samfélagið að taka þátt í leikfangaútgerðinni?

Þessi mótmæli með ofurjeppana eru nú ekki alveg í sama takti og hjá vörubílstjórunum. Þar eru menn að verja sína atvinnu en í þessu tilfelli hobbíið eða leikaraskap. Maður getur skilið nauðsyn slíkra farartækja ef fólk þarf hreinlega á þeim að halda til að komast til og frá heimili sínu, þar sem háir illfærir fjallvegir skilja að. Þetta á tæplega við í Reykjavík. Þar eru þessi farartæki til ánægju fyrir eigendur en fólki nægir sparneytinn bíll, strætó eða reiðhjól til að komast allra sinna ferða. Það er ekkert við það að athuga að hafa áhugamál, en hver sem þau eru kosta þau alltaf eitthvað. Kannski verða vélsleðaeigendur næstir?

Eigendur ofurjeppanna koma þó eins og aðrir til með að njóta góðs af aðgerðum vörubílstjóranna nái þær tilætluðum árangri. En það er ekki ástæða til að samfélagið taki einhvern þátt í útgerð leikfanganna.


mbl.is Jeppamenn fara hvergi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áhugamál? Jú vissilega en aðstæður undanfarinn ára hafa boðið upp á að þetta áhugamál er orðið almennara en áður.

NJÖRÐUR (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 12:12

2 identicon

Hestamenn hafa fengið sína aðstoð frá ríkinu þar sem settar voru háar fjárhæðir í styrki til bygginga reiðhalla í fyrra. En hvað með okkur stangveiðimenn sem þurfum að búa við fáránlega hátt verð á laxveiði? Auðvitað verða menn að sníða sér stakk eftir vexti og ef áhugamálið er orðið of dýrt að leggja því um stund. Jeppamönnum (ég á nú sjálfur jeppa) til málsbóta eru þeir ekki að biðja ríkið að lækka álögur heldur einkafyrirtækin að lækka sínar álögur og þar með sinn hagnað.

Stjáni Ben (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 13:05

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Já Stjáni, þetta er skítt með veiðileyfin.....annars eru þetta alveg hárréttar ábendingar hjá þér ...svo er það bara spurningin...er þetta ekki allt Kananum að kenna?....ríkir ameríkanar byrjuðu á að sprengja upp veiðileyfin hér á landi.....nú er stríðsbrölt Kanans, hátt gengi dollara auk ofurnotkunar þeirra á eldsneyti að sprengja um verðið á bensíni og olíu.

Haraldur Bjarnason, 4.4.2008 kl. 13:25

4 identicon

Nú spyr ég ykkur fávísu menn sem ekki eiga bíl og fara frekar erlendis þar sem það er orðið ódýrara heldur en að ferðast um eigið land eina helgi, hvernig getur ykkur staðið svona á sama þar sem að allur aukakostnaður sem fer á vöru er stórum hluta olíuverði að kenna og álögum ríkis svo þetta er ekki bara leikfangaskattur sem er verið að tala um heldur kemur þetta við budduna hjá ollum sem búa á þessu blessaða skeri og get eg sagt þer að bara það við að fara í vinnu kostar það mig um 35 þús á mánuði og ekki er ég á eyðslumiklum bíl svo að til að eiga fyrir þessum 35 þús þarf ég að vinna fyrir 70 þús út af sköttum.

sjáum nú hverjir þurfa að hækka verðskrá vegna olíuverðs  skipafelög vegna skipa, heildsali vegna aksturs, og verslun vegna flutninga frá heildsala.

svo þið hljótið að sjá að þetta er ekki bara atvinnuílstjórar og þeir sem eiga leikföng heldur eru þetta allir hinir líka og þú

kv....Birgr

Birgir Þór (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 13:25

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Sorrí...þú verður, Birgir Þór, að spyrja einhvern annann. Ég fell ekki undir skilgreiningu þína í byrjun. - Ég á bíl, að vísu mjög lítinn og sparneytinn......hef ekki farið til útlanda í ein 10 ár.....það er ekki ódýrara fyrir mig að fara til útlanda, þar sem ég bý ekki í nágrenni við Keflavíkurflugvöll. - Mér stendur alls ekkert á sama um þetta háa eldsneytisverð, eins og þú heldur fram. - Veit vel, eins og kemur fram í pistlum mínum hér, að hátt eldsneytisverð bitnar á öllum landsmönnum......Það er hinsvegar ekki rétta leiðin til mótmæla að tefla þar fram einhverjum leikföngum.....þau eru ekki forgangsverkefnið. - Þú hlýtur hins vegar að búa helvíti langt frá vinnustaðnum fyrst ferðakostnaðurinn er svona mikill.

Haraldur Bjarnason, 4.4.2008 kl. 15:02

6 Smámynd: Benedikt V. Warén

Halli Bjarna og Stjáni Ben.  Það er ekki VSK-ur á laxveiðileyfum.  Hvers vegna?? 

Er þetta ekki sami leikaraskapurinn og að vera á ofurjeppum, stunda flug, vera í golfi, stunda hestamennska svo eitthvað sé nefnt????  Þessi leikaraskapur þarf að greiða VSK af öllum aðföngum.

Gæti það verið að þingmenn og ráðherrar tími ekki að borga rétt verð fyrir laxveiðina??

Ég er hins vegar sammála þér Halli, það er ekki málefninu til framdráttar að stilla upp þessum tækjum.

Benedikt V. Warén, 4.4.2008 kl. 15:56

7 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Af því að Steingrímur veiddi lax........þú manst hvenær þetta var sett á....Fá þeir ekki allir frítt í laxinn þessir karlar...bankarnir borga er það ekki. Það kom í fréttum um daginn að fjármálastofnanir hefðu ekkert dregið saman kaup a laxveiðileyfum.

Haraldur Bjarnason, 4.4.2008 kl. 16:44

8 identicon

hahahahaha eru menn ekki að fatta kaldhæðnina? Það er orðið ansi mikið lúxusvandamál þegar maður kvartar undan háu verði á laxveiðileyfum og mér finnst það sama um þetta. Ég skil það alveg að fólki svíði þetta bensínverð (ég er á 4 - Runner, '93 V6) og ég skil það alveg að fólk mótmæli. Atvinnubílstjórar mótmæla álögum ríkisins á meðan jeppakallar (sem eru svekktir yfir því að áhugamálið er orðið dýrara) mótmæla álögum einkafyrirtækjanna. Tvennt ólíkt.

Ekki veit ég af hverju það er ekki vaskur af veiðileyfum en jú góð pæling hjá þér um að þingmenn tími ekki að borga rétt verð. Kannski eiga bara ekki nógu margir þingmenn og ráðherrar jeppa og það sé ástæðan fyrir því að það er svona hátt bensínverð?? Kaldhæðni??

Stjáni Ben (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband