Hvernig bregðast sveitarstjórnarmenn á Héraði við mótmælunum?

Fróðlegt verður að sjá hvernig sveitarstjórnarmenn á Fljótsdalshéraði bregðast við þessum 400 undirskriftum vegna hugmynda um byggð í landi Egilsstaðabýlisins. Þetta rifjar upp þegar álíka fjöldi mótmælti staðarvali fyrir nýja Eyvindarárbrú og vildi frekar tvíbreiða brú við Melshorn, sem er rétt ofan þess svæðis sem nú er til umfjöllunnar og hefði vegur frá Melshornsbrúnni farið yfir hluta lands Egilsstaðabúsins. Þáverandi meirihluti bæjarstjórnar ákvað að standa við sitt og taka ekki tillit til mótmælanna. Nú eru nýir tímar, stærra sveitarfélag og önnur bæjarstjórn en aðstæður svipaðar.

Hann er vandrataður meðalvegurinn þegar land vantar fyrir byggð á Egilsstöðum. Sveitarfélagið á lítið sem ekkert land og þarf því að sækja á annarra land. Héraðsmönnum er annt um að búskapur verði áfram á Egilsstaðabúinu, enda hefur það verið tákn byggðarinnar frá upphafi. Hvort þessar hugmyndir bæjaryfirvalda verði til þess að búskapur leggðist þar af eða ekki er erfitt að meta. Án efa er hægt að finna einhverja lausn á því eins og alltaf áður. Vonandi er að greiðist úr þessum málum og allir verði sáttir. Sveitarfélagið má ekki ganga fram með offorsi í þessum málum og ef ekki er unnt að framkvæma þessar hugmyndir í sátt þarf að leita annarra leiða.Egilsstaðir 021


mbl.is Mótmæla uppbyggingu á Egilsstaðanesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband