Gott hjá mbl.is að vekja ítrekað athygli á þessu
28.3.2008 | 11:06
Sjaldan er góð vísa of oft kveðin. - Gaman að sjá aftur ítarlega frétt á mbl.is um skýrslu Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Góð frétt var um þessa sömu skýrslu á mbl.is í fyrradag. Þetta er athyglisverð skýrsla og full þörf á að vekja rækilega athygli á henni. Ekki veitir af því stjórnmálamenn hafa ekki enn áttað sig á að símalínur og nettengingar virka í báðar áttir, þannig að hægt er að vinna stóran hluta starfa á vegum ríkisins hvar sem er á landinu. Þessu hafa forsvarsmenn margra stórra einkafyrirtækja hins vegar áttað sig á. - Þessa dagana er ríkið að draga úr starfsemi á landsbyggðinni frekar en hitt. Þetta er þvert á það sem margnefnd skýrsla gefur tilefni til, þar sem 3/4 forstöðumanna stofnanna telja vel mögulegt að vinna hluta starfa hjá stofnunum þeirra á landsbyggðinni. - En þakkir til mbl.is fyrir að vekja aftur athygli á þessari skýrslu, að vísu bætir þessi frétt ekkert við vitneskjuna eftir fréttina í fyrradag, en ekki veitir af, ef vekja á ráðamenn.
Fleiri ríkisstörf ættu að fara til Eyjafjarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.