Hvað drukku Íslendingar mikið af þessu?
27.3.2008 | 11:02
Alls voru seldir 24,8 milljónir lítrar af áfengi hér á landi á síðasta ári, að því er kemur fram í Hagtíðindum, segir í frétt mbl.is. Þetta er staðreynd og líka það að þetta er 7% meira en árið áður. Sterkir drykkir seljast nú aftur í meira mæli en áður en vinsældir þeirra höfðu verið á niðurleið frá því bjórinn hélt innreið sína, allir greinilega orðnir leiðir á því glundri. Allt eru þetta staðreyndir birtar í virtu riti en það er annað sem vekur athygli. Þessi drykkja er heimfærð upp á Íslendinga 15 ára og eldri. Vel má vera að fólk byrji almennt að drekka 15 ára þó sala áfengis til þess sé ekki heimil fyrr en við tvítugs aldur. Hitt er hins vegar ljóst, sem ekki kemur fram í þessum tölum, að ferðamönnum hefur fjölgað mikið á þessum tíma og útlendingum, sem starfa hér, líka. Þó svo að Íslendingar eigi án nokkurs vafa bróðurpartinn af þessari drykkju, þá má hins vegar ljóst vera að þessar tölur í Hagtíðindum eru ekki alveg réttar. Sjö og hálfur lítri af spritti er því ekki sannleikanum samkvæmt en þó svo það sé ekki, þá er þetta alveg nóg og vel það. Opinber stofnun á hins vegar að vanda sig betur þegar hún setur fram tölur. Líklega getur hvorki hún né nokkur annar sagt okkur hvað Íslendingar drukku mikinn hluta af þessu áfengi.
Áfengissala jókst um 7% á síðasta ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég held nú Halli minn að flestir ferðamenn taki búsið með sér inn í landið
Einar Bragi Bragason., 27.3.2008 kl. 11:11
Nei ekki nema að litlum hluta. Þeir eru ekki eins spenntir fyrir fríhöfnum og Íslendingar. Stóra málið er hinsvegar að Hagstofan á að senda frá sér réttar tölur, á hvaða sviði sem er. Í þessu tilfelli er einfaldlega ekki hægt að gera það og því á að sleppa því.
Haraldur Bjarnason, 27.3.2008 kl. 11:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.