Allir á einu máli um afleiðingar

Það er athyglisvert að sjá bæði fulltrúa neytenda og matvörukaupmanna segja álit sitt á áhrifum stýrivaxtahækkunarinnar. Allir telja þeir afleiðingarnar verða aukin útgjöld almennings í landinu. Þetta er svo sem nokkuð sem fólk hefur almennt gert sér grein fyrir og löngu ætti að vera augljóst að hækkun stýrivaxta hefur ekki sömu áhrif hér á landi og annarsstaðar. Verðtrygging lána vegur þar þyngst og ef almenningur á að geta haldið haus í svona Seðlabankahamförum þarf annað hvort að banna verðtryggingu lána eða að vísitölutryggja laun á ný. Þeir sem stjórna úr Gabróhúsinu í grunni Sænska frystihússins verða einfaldlega að líta út fyrir fílabeinsturn sinn og komast í tengsl við almenning í þessu landi og kjör hans. Ekki væri verra að stjórnmálamennirnir skoðuðu þessa hluti líka, en það skiptir minna máli, þeir ráða engu á þessu sviði. Stjórnmálamenn eru búnir að afsala sér allri ábyrgð og ef marka má fréttir úr fjármálaheimi þá er það einhver merkispersóna, sem heitir Markaður, sem þar ræður ríkjum. Líklega lætur sú skepna ekki stjórnast af mannlegum verum.
mbl.is Áhrif vaxtahækkunarinnar: Heimilum blæðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þetta eru hamfarir Haraldur. Matarkarfan hefur hækkað um 5.2% á mán segir DV. Spáð er allt að 20% hækkun matarverðs á næstunni. Og lánin sliga fólk.

Hólmdís Hjartardóttir, 26.3.2008 kl. 09:25

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Satt segirðu, þetta eru hamfarir en þær eru af mannavöldum. Þessi "markaður", sem alltaf er talað um, er ekkert náttúrulögmál. Honum er stjórnað af mönnum.

Haraldur Bjarnason, 26.3.2008 kl. 09:39

3 Smámynd: Skarfurinn

Já og svo kemur Jón Ásgeir m.a. eigandi Glitnis sallaánægður með risa hækkun Dabba sem styrkir bankann hans og eigendur hlutabréfa en er enn eitt kjaftshöggið fyrir almmenning og þá sem skulda lán eins og íbúðalán, þar hækka afborganir skuggalega á næstunni.  En Jón segir að nú þurfi almenningur að spara, en hann sjálfur,  er hann búinn að leggja einkaþotunni og snekkjunni ?, nei örugglega ekki, því er blessaður maðurinn ekki trúverðugur. Það sem gæti bjargað skuldurum og heimilunum er að afnema verðtrygginguna strax og ganga í það að taka upp almennilegan (alvöru) gjaldmiðil hið fyrsta, t.d. danska eða norska krónu sem yrði beintengd við Evruna.  

Skarfurinn, 26.3.2008 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband