Svona virkar kannski í alvöru fjármálaheimi en tæplega hér

"Eðlileg viðbrögð Seðlabanka," segja Geir og Ingibjörg Sólrún um stýrivaxtahækkunina. Vel má vera að svona lagað virki í alvöru fjármálaheimi, en hvort það gerist í þessum undraheimi fjármálanna, sem er hér á landi, það er ekki víst. Svo óljóst er hvað er eðlilegt í þessum efnum. Eitthvað sljákkar eflaust í þessu öllu en vextir hækka og vísitala öll er á blússandi ferð. Hér höfum við nefnilega þessa ótrúlegu lánskjaravísitölu, sem siðaðar þjóðir þekkja ekki. - Þannig að ekki er víst að hinn venjulegi meðal-Jón hér á landi njóti neins góðs af þessum aðgerðum. Svo boðar Ingibjörg Sólrún að starfsmenn utanríkisþjónustunnar reyni að tala um fyrir útlendum peningamönnum! - Sem sagt þessir ríkisstarfsmenn reyni að klóra yfir skítinn frá hinum nýríku íslensku "fjármálamönnum", sem farið hafa nokkuð frjálslega á flugi sínu undanfarið. - Er það þá ekki svo að þegar upp er staðið í öllu peningafrelsinu, þá er það hinn almenni meðal-Jón, þessi Jón sem alltaf hefur haldið uppi ríkisskassanum, sem ber byrðarnar og tekur að sér að bjarga klúðrinu?
mbl.is Eðlileg viðbrögð Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband