Ambögur og óskiljanlegur texti

Mér finnst með ólíkindum hve mikið af illa skifuðum fréttum er að finna á mbl.is. Ég held þó að frétt sem sett var inn á vefinn kl 15:58 í dag slái öll met. Fyrirsögnin er höfð eftir forsætisráðherra og er um að það hafi slæm áhrif þegar stíga þurfi snöggt á bremsurnar. Textinn í þessari frétt er með ólikindum. Fullur af ambögum og málfræðivillum. Textinn er svo vitlaus á allan hátt að þýðingu þarf með á íslensku, enda óskaði ég eftir því með tölvupósti til mbl.is. - Þetta er annað slæma dæmið, sem ég sé á mbl.is í dag. Hitt var í frétt um efnahagsmálin í morgun og var sá texti lagaður, þannig að hann varð skiljanlegur. - Það er tími til kominn að þeir sem skrifa fréttir á mbl.is taki sig nú á í framsetningu texta. - Þetta er ekki nokkrum manni bjóðandi.
mbl.is Forsætisráðherra: Hefur slæm áhrif þegar stíga þarf snöggt á bremsurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Sammála. Ég hef verið að benda á þetta í meira en ár. Þetta er orðið "too much".


En jafnvel prentaði Mogginn er orðinn snarruglaður líka. T.d. breyttist nafn mitt, Snorri, í Snoett, í prentuðu útgáfunni. Skil ekki hvernig snillingarnir á Mogganum fóru að þessu.

Snorri Bergz, 4.3.2008 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband