Ofurlaunin á niðurleið?

Sá á vísi.is áðan að Lárus Welding forstjóri Glitnis hefur ákveðið að lækka launin sín um 50%. Hann verður þó ekkert illa haldinn því þau verða 2,8 milljónir á mánuði en voru 5,5 milljónir á mánuði í fyrra. Fordæmið sem Þorsteinn Már Baldvinsson stjórnarformaður Glitnis gaf um daginn, með því að lækka sín laun og annarra bankastjórnarmanna, virðist því vera að virka. Nú er bara að sjá hvort stjórnendur fleiri peningastofnana fylgi á eftir. Það er jú af nægu að taka og með því sem sparast er hægt að halda mörgum störfum á "gólfinu" fyrir helming hverra ofurlauna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband