Verðlaun fyrir landsbyggðarfréttir
23.2.2008 | 18:22
Það er ástæða til að óska Kristjáni Má til hamingju með blaðamannaverðlaunin. Hann á vel skilið að fá slik verðlaun. Hins vegar vekur athygli mína á hvaða forsendum hann fær þau. "fyrir fréttir úr hversdagslífi á landsbyggðinni, sem vörpuðu ljósi á þjóðfélagsbreytingar". - Já - Það er atyglisvert að frétamaður frá Stöð 2 í Reykjavík skuli fá verðlaun á þessum forsendum. - Daglega flytja fréttamenn af landsbyggðinni góðar fréttir þaðan í öllum helstu fjölmiðlum en komast ekki á blað. Stöð 2 er með 1 fréttamann í fullu starfi á landsbyggðinni; á Akureyri. RÚV er með um einn tug fréttamanna á starfstöðvum sínum víða um land. Mogginn með nokkra os.frv. - Annað hvort er þetta fólk ekki að standa sig nógu vel í flytja fréttir úr hversdagslífi á landsbyggðinni, sem vörpuðu ljósi á þjóðfélagsbreytingar, eða dómnefndin hefur ekki tekið eftir þeim. - Kristján Már hefur semsagt, með því að skjótast út á land öðru hvoru og "sópa upp", skotið öllu þessu fólki ref fyrir rass.
Kristján Már hlaut Blaðamannaverðlaun ársins 2007 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.