Snjallt hjá Máa

Sá í fréttum í gær að nýr stjórnarformaður Glitnis; Þorsteinn Már Baldvinsson, lét það verða sitt fyrsta verk að lækka stjórnarformannslaunin úr milljón í hálfa. Þetta er snjallt hjá honum og smá skilaboð til ofurlaunagæjanna í fjármálakerfinu, sem með sjálftöku eru komnir langt út fyrir allt sem eðlilegt og siðsamlegt getur talist. Það er líka yfrið nóg að fá hálfa milljón á mánuði fyrir aukadjobb, því flestir ef ekki allir þessir stjórnarformenn eru í góðum stöðum annars staðar og ekki í neinu launasvelti. Þetta gerði Mái á sama tíma og ákveðið var að hætta loðnuveiðum en það hlýtur að hafa slæm áhrif fyrir fyrirtæki hans, sérstaklega Samherja og systurfyritækið Síldarvinnsluna. Annars finnst mér þessar rannsóknir á fiskistofnum við landið í óttalegu skötulíki og stífni vísindamannanna mikil. Það getur ekki verið að nægt tillit sé tekið til aðstæðna í sjónum. Ef þessir fiskar synda ekki eftir fyrirframákveðnu reiknilíkani Hafró þá er allt í voða. - Svo eru náttúrlega stjórnmálamenn í þeirri stöðu að geta ekki véfengt þetta, þrátt fyrir að ýmsir hafi gagnrýnt aðferðafræði Hafró með góðum rökum, bæði sjómenn og aðrir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband