1 fyrir 15

Já bankarnir að segja upp fólki, kannski nokkuð sem búist var við. Nú geta bankarnir farið mildar í þetta. Sé 15 manns sagt upp í einhverjum bankanum kallast það fjöldauppsögn og er verulega vont dæmi sem margir verða fyrir barðinu á.  Við þetta sparar bankinn kannksi einhverjar 5 milljónir á mánuði, svo framarlega að þessir 15 séu óbreyttir starfsmenn. Sé í sama banka einum ofurlaunastjórnanda sagt upp, þá er það ekki fjöldauppsögn og fáir verða fyrir óþægindum en upphæðin sem sparast er jafnmikil og jafnvel meiri en er við uppsögn hinna 15. Það er nú líka einu svo að engin yfirbygging er traustari en undirstaðan og þegar byrjað er að rífa eitthvað niður þá byrja menn efst, ekki rétt? Í það minnsta er það gert þegar hús eru rifin.
mbl.is Uppsagnir hafnar í bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sagði við mig starfsmaður Glitnis í gær að það væri skrítið að segja upp fólki þar um leið og þeir eru nýbúnir að ráða nýjan starfsmann/menn í útlánadeildina á Kirkjusandi.

Stefán (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 09:12

2 identicon

Flott rök.

Hannes Sig (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 09:15

3 identicon

Rétt hjá þér.  Hver fær að hitta þessa sem eru hæst í pýramídanum?

Ólafur (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 09:26

4 identicon

Íslensk fyrirtæki virðast ekki kunna að nýta sitt eigið vinnuafl, þetta dæmi hjá Glitni er eitt dæmi þess og annað er hvað fyrirtæki virðast sjaldan leyfa fólki að vaxa í starfi. Alltaf er ráðin inn ný manneskja sem hefur litla eða enga þekkingu á viðkomandi fyrirtæki þó hún hafi einhverja menntun sem tengist. Ég hef séð mörg dæmi um fólk sem er ráðið inn sem einhverjir stjórar en hafa enga þekkingu og eru að sækja þá þekkingu til sinna undirmanna. Hefði þá ekki verið eðlilegra að þjálfa viðkomandi undirmenn aðeins og gera þá að þessum stjórnanda og ráða nýjann undirmann? Ég hefði haldið að það myndi þá best halda þekkingu innan fyritækisins því undirmennirnir eru þá ekki farnir um leið og þeim er boðin betri staða hjá keppinautinum. En þetta virðist ekki vera kennt í Háskólunum hérna heima. Betra að henda fólki og fá nýtt inn sem hefur aldrei unnið við þessi störf áður jafnvel. Íslensk fyrirtæki minna mig að miklu leiti á maurabú. Við erum maurarnir, verðum aldrei meira en maurarnir og eigum bara að vera sát við það og við erum missanleg af því það er alltaf annar maur til að taka við af okkur á meðan stjórarnir eru drottningarnar í búinu. Þeir fá allt saman og við pössum að þeir fái nóg á meðan við nörtum í það sem við fáum og erum þakklát. Þegar ég segi þetta svona þá hljómar það næstum eins og þetta sé vandamál sem við höfum sjálf skapað með því að segja aldrei neitt. Skrítið

Sigurður J Guðmundsson (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband