Kalmanstunga

Það vekur athygli við lestur þessarar fréttar að bæjarnafnið Kalmanstunga er alltaf skrifað  með tveimur n-um. Þetta bæjarnafn er eitt margra örnefna sem á ættir sínar að rekja til írskra landnámsmanna. Þau má t.d. finna í Borgarfirði og á Akranesi. Öll eru þau skrifuð með einu n-i. Dæmi um þetta, auk Kalmanstungu, eru. Kalmansvík á Akranesi, Bekansstaðir og Kjaransstaðir.

Varðandi efni fréttarinnar er slæmt til þess að vita að dýrbítum fjölgi. Það kemur ekki aðeins niður á sauðfénu heldur er refurinn stórtækur í fuglavarpi ásamt minknum.


mbl.is Dýrbítur á ferð í Borgarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Kannski að þetta sé "útrásarrefur", frændi, en mig minnir að það hafi verðið talað um að þeir hafi sumir hverjir hreiðrað um sig í Borgarfirðinum....!!!

Það þarf að útrýma þessu eins og annarri óværu.

Ómar Bjarki Smárason, 31.10.2010 kl. 10:24

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Já og skildu eftir sig hálfkláruð greni upp undir 1.000 fermetra stór.

Haraldur Bjarnason, 31.10.2010 kl. 10:52

3 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Kannski ekki skrítið að dýrbítar og hælbítar nýti sér þessa fermetra....!

Ómar Bjarki Smárason, 31.10.2010 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband