Gott að Norðmenn skuli vera með

Gott að Norðmenn skuli hafa verið með í þessum leiðangri. Þeir átta sig þá kannski á því að makríllinn er búinn að finna sér nýjar slóðir og jafnvel farinn að hrygna í íslenskri landhelgi. Þessi fiskur sem Norðmenn og Evrópusambandsþjóðir eigna sér hefur því fundið sér ný heimkynni enda leita allar dýrategundir að kjörskilyrðum þegar þær velja sér búsetu.

Það að áta sé minni nú en áður er eðlilegt því eitthvað þarf þessi fiskur að éta. Svona skilaboð eru oftar en ekki frá Hafró. Þar virðast menn aldrei horfa á lífríkið í neinu samhengi, hvorki aðstæður í sjó né fæðu. Nú á að veiða meira af þorski og makríl til að halda jafnvæginu í sjónum og hvalveiðarnar gera líka sitt gagn. Síldin er í þessari fæðusamkeppni og henni vex ekki fiskur um hrygg nema hún hafi nægt æti.


mbl.is Makríll vestar en áður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband