RÚV er ekki lengur útvarp allra landsmanna
5.8.2010 | 08:25
Ríksútvarpið stendur engan veginn undir hlutverki sínu sem útvarp allra landsmanna eftir að misvitrir stjórnendur þar ákváðu að leggja niður svæðisútvörpin. Þett gerðu þeir undir yfirskyni sparnaðar en ekkert hefur hins vegar sparast við þetta. Það sem gerst hefur er minni þjónusta við landsmenn jafnt í þéttbýlustu byggðum sem þeim fámennu.
Nú hyggst ríkið skera enn frekar niður og þá nota þessir misvitru stjórnendur RÚV örugglega tækifærið og skera niður þar sem síst skyldi eins og í fyrra tilfellinu. Þetta gera þeir í þeirri von að stjórnvöld hætti við niðurskurð. Þeir reyna að setja pressu á stjórnvöld með því að skera niður sérstöðuna sem RÚV hefur og skyldurnar við landsmenn.
Besti sparnaðurinn hjá RÚV væri að skera niður yfirstjórnina. Stokka algerlega upp á toppnum í Efstaleitinu. Að öðrum kosti er hreinlegast að leggja RÚV niður.
Sorglegt fyrir fjöregg þjóðarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.