Veiðum meira af makrílnum
29.7.2010 | 11:28
Þessir náungar í Samtökum uppsjávarveiða innan ESB vita greinilega ekkert frekar en Hafró á Íslandi hvað er að gerast í sjónum við Ísland. Hlýnandi sjór og þar með breytingar á lífríkinu lokka þennan fisk að ströndum landsins og þar með hafa Íslendingar einir lögsögu yfir veiðum á honum. Allar hótanir þeirra eru léttvægar og bera vott um ótrúlega fjarlægð frá raunveruleikanum.
Til að halda jafnvægi í lífríkinu þarf því að veiða drjúgt af makríl og sömuleiðis skötusel sem gert hefur sig heimakominn upp undir fjörur hér við land. Við eigum að veiða sem mest af makríl og þar að auki þarf að fullvinna þennan fisk hér á landi. Hættum að stunda hráefniöflun fyrir aðrar þjóðir.
Vilja viðskiptabann á Ísland og Færeyjar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Þessir náungar í Samtökum uppsjávarveiða innan ESB vita greinilega ekkert frekar en Hafró á Íslandi hvað er að gerast í sjónum við Ísland."
Rétt hjá þér Haraldur, enda hafa þeir allar sínar upplýsingar frá Hafró sem er fulltrúi Alþjóðahafrannsóknarráðsins hér á landi og ræður í raun hjá CFP er ákvörðunin um heildarveiðina er tekin.
Atli Hermannsson., 29.7.2010 kl. 12:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.