Sukk og bruðl í skjóli stjórnar OR
3.6.2010 | 10:19
Ofursukk stjórnenda Orkuveitu Reykjavíkur á liðnum árum er nú að koma við pyngju neitenda á orkusvæðinu, sem nær langt út fyrir Reykavík. Fáránlegar fjárfestingar í einu og öðru, sem ekkert hefur með orkuöflun, sölu eða dreifingu orku að gera, kemur nú fram í hækkaðri gjaldskrá. Peningasukkið hefur verið á fleiri sviðum og höll orkuveitunnar í Reykjavík ber vott um bruðlið og spjátrungsháttinn.
Sveitarstjórnarmenn sitja í stjórn Orkuveitunnar og auðvitað hafa þeir vitað að þessi hækkun stóð til fyrir kosningarnar um síðustu helgi. Þeir kusu hins vegar að þegja um það. Sumir þeirra fengu að vísu skell í kosningunum en ekki allir. Við Akurnesingar eigum aðeins 5% hlut í orkuveitunni en höfum átt þar fulltrúa í stjórn. Hans flokkur fékk skell en sjálfur situr stjórnarmaðurinn enn í bæjarstjórn og getur væntanlega svarað fyrir sukkið þar.
Orkuveita Reykjavíkur er fyrirtæki sem hefur alla burði til að vera stöndugt og á að geta veitt notendum orku ódýra og góða þjónustu. Spjátrungsháttur stjórnenda þar síðustu árin er að eyðileggja þetta öfluga fyrirtæki.
Heita vatnið þarf að hækka um 37% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.