Erfitt að skilja
24.3.2010 | 10:59
Það er erfitt að skilja hvers vegna Sjómannasambandið og Farmanna- og fiskimannasambandið ættu að vera á móti skötuselsfrumvarpinu. Í raun er bara verið að setja í lög heimildir sem sjávarútvegsráðherrar allt frá 2003 hafa nýtt sér til þessa. Þeir hafa árlega bætt við ráðgjöf Hafró um skötusel og allt upp í 800 tonn á ári tvisvar. Þetta ætti að vera sjómönnum til hagsbóta og minnka líkur á að þeir séu neyddir til þátttöku í kvótaleigu eins og því miður er alltof algengt. Það er líka ljóst að Hafró hefur nánast ekkert kannað útbreiðslu skötusels við landið og byggir ráðgjöf sína á afar veikum rökum. Þessum fiski hefur fjölgað ört hér við land vegna breyttra skilyrða í sjónum og það er nokkuð sem Hafró hefur lítið tekið tillit til hingað til.
Getur verið að forsvarsmenn þessara samtaka sjómanna séu undir hælnum á LÍÚ-klíkunni, sem vill sölsa allt til sín og ráða öllu. Það besta fyrir sjómenn væri að ef bætt er við veiðiheimildum í öðrum fisktegundum verði það gert á sama hátt og gert er með skötuselinn.
Sjómenn taka þátt í störfum sáttanefndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eg er sammála þér í þessari færslu. Þessir menn eru greinilega farnir að taka sporið með LÍÚ. Þeir nýta sér það að sjómenn geta ekki sagt sína skoðun á málinu, vegna hræðslu um brottrekstur. Þeir eiga að skammast sín og segja af sér.
Bjarni Kjartansson, 24.3.2010 kl. 11:16
Sammála.
Jón Halldór Guðmundsson, 24.3.2010 kl. 11:35
ég er ekki viss um að forustumenn sjómannasambandsins hafi samþykki sinna félagsmanna fyrir þessari hótun sinni,allavega veit ég ekki um neinn sjómann sem ekki er til í að borga lægra leiguverð fyrir skötusel heldur en menn eru nú neyddir til að borga.
arni (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 13:57
Bara ein lítil spurning. Hver á að borga 120 kallinn?
Valmundur Valmundsson, 24.3.2010 kl. 20:46
Árni það er alveg ljóst að sjómenn hafa tekið þátt í kvótaleigu. Þess vegna eru það hagsmunir sjómanna að kvótaverð lækki en ég átta mig ekki á þessum 120 kalli Valmundur.
Haraldur Bjarnason, 25.3.2010 kl. 09:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.