Sjávarútvegsráðherrar hafa alltaf farið fram úr ráðgjöf Hafró
23.3.2010 | 17:54
Vilhjálmur Egilsson og Samtök atvinnulífsins ganga nú hart fram að verja málstað örfárra "kvótaeigenda" í landinu. Manna sem telja sig eiga fiskinn í sjónum, sem þó er sameign þjóðarinnar allrar. Jafnvel forseti ASÍ virðist undir hælnum á LÍÚ líka. Þetta væri skiljanlegt ef þessi skötuselslög tækju aflaheimildir af LÍÚ mönnum en svo er ekki. Þeir halda sínu og geta meira að segja eins og aðrir leigt af ríkinu úr viðbótinni við kvótann. LÍÚ hefur haft hátt um að sjávarútvegsráðherra sé að stuðla að ofveiði með að láta veiða umfram ráðgjöf Hafró. Málið er hins vegar það að allir sjávarútvegsráðherrar frá árinu 2003 hafa gefið út meiri veiðiheimildir á skötusel en ráðgjöf Hafró segir til um. Það sést á þessari töflu:
Tafla - Ráðgjöf, heildaraflamark og afli skötusels í tonnum, eftir fiskveiðiárum
2001/02 | Engin ráðgjöf | 1.500 | ....... | 1.101 |
2002/03 | Óbreytt sókn | 1.500 | *261 | 1.363 |
2003/04 | 1.500 | 2.000 | 500 | 1.903 |
2004/05 | 1.500 | 2.000 | 500 | 2.420 |
2005/06 | 2.200 | 3.000 | 800 | 2.832 |
2006/07 | 2.200 | 3.000 | 800 | 2.672 |
2007/08 | 2.200 | 2.500 | 300 | 2.921 |
2008/09 | 2.500 | 3.000 | 500 | 3.400 |
2009/10 | 2.500 | 2.500 |
* mismunur heildaraflamarks og afla 2001/02
Útbreiðsla skötusels hefur aukist mikið hér við land á síðustu árum vegna breyttra aðstæðna í lífríki sjávar. Til dæmis eru dæmi um að grásleppukarlar við Breiðafjörð hafi fengið allt að 8 tonnum sem meðafla í grásleppunetin í fyrra. Án efa var þá miklu af skötusel hent í sjóinn aftur því kvóti var vandfenginn og það sem hægt var að leigja af "sægreifum," hækkaði í verði eftir því eftirspurnin jókst. Þessir fiskar hafa ekki synt inn í reiknilíkön Hafró frekar en margir aðrir.
Það gengur ekki að LÍÚ beri bull á borð fyrir fólk og þar á bæ hefðu menn gott af því að skoða töfluna hér að ofan. Bullið frá LÍÚ hefur löngu gengið sér til húðar og þjónar ekki hagsmunum sjómanna, landvinnslu eða þjóðarinnar í heild. Allt tal þeirra samtaka og S.A. um brot á stöðugleikasáttmála er bull og þvaður, sem aðeins öfgahópar geta látið frá sér fara.
Hvetur SA til áframhaldandi samstarfs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.