Áratuga afturför
23.1.2010 | 09:12
Með því að loka svæðisstöðvunum er RÚV að fara áratugi aftur í tímann. Hvernig halda á úti almennilegum fréttaflutningi af landsbyggðinni án svæðisstöðvanna er vandséð. Það er hægt frá þeim landshlutum sem næstir eru Reykjavík en ekki öðrum. Sem dæmi get ég nefnt að þegar ég starfaði á svæðisstöð RÚV á Austurlandi (í18 ár) voru, auk svæðisbundinna útvarpssendinga, sendar þaðan yfir 500 sjónvarpsfréttir á ári þegar best lét. Auk þeirra voru daglega nokkur innslög í fréttatíma útvarps. Þáttagerð fyrir Rás eitt var umtalsverð vegna góðrar aðstöðu og þannig heyrðist í fólk að austan. Þá sá svæðisstöðin á Austurlandi um fréttaþáttinn Auðlind á Rás 1 þar til hann var lagður niður. Samfélagið á stöðunum nýtur góðs af svæðisstöðvunum og hlustendur RÚV á höfuðborgarsvæðinu vilja fréttir og útvarpsefni af landsbyggðinni.
Líst afar illa á niðurskurð á svæðisstöðvum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nú er bara að hvetja alla til að mæta á austurvöll í dag kl 15.
www.nyttisland.is
Lúðvík Lúðvíksson, 23.1.2010 kl. 10:24
Er ekki athugandi að flytja fjármálaráðuneytið austur á land, frændi? Þá væri ráðherra í heimabyggð og þetta myndi stórlega efla landshlutann......
Ómar Bjarki Smárason, 23.1.2010 kl. 22:47
Það er nú örugglega hægt að vera með þessi ráðuneyti hvar sem er Ómar.
Haraldur Bjarnason, 24.1.2010 kl. 09:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.