Búið að venja fólk af lambakjötsáti

Með okurverði á lambakjöti er smá saman að takast að venja Íslendinga af neyslu þess. Fólk kaupir einfaldlega það kjöt sem er mun ódýrara, bæði svínakjöt og kjúklinga. Það er ekki bara unga kynslóðin sem kaupir ekki orðið lambakjötið heldur einnig fólk á miðjum aldri sem alist hefur upp við lambakjötið.

Eina leiðin til að venja fólk á neyslu lambakjöts á ný er að lækka verðið. Það gerist með því að fækka milliliðum og einfalda söluferlið. Það er alveg ljóst að sauðfjárbændur verða ekki ríkir af því sem þeir fá fyrir kjötið. Arðurinn af því lendir hjá öðrum.


mbl.is Minnsta sala á lambakjöti sem sögur fara af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Haraldur. Tek undir með þér í þessu. Á hverju ætla milliliðirnir að lifa þegar einungis verður slátrað og selt beint frá býli.

Hver þarf þá að blæða fyrir milliliði eins og sláturfélög og verslanir sem geta haft álagið eins og þeir vilja. Þar er ekkert þak!

Hvenær urðu álögur frjálsar og hver stóð fyrir því? Þræla-haldarar auðvaldsins svífast einskis. Það er alveg ljóst. En þeir eru snillingar í að kenna þrælum þessa lands um allt, því þeir hafa jú peningana þrælanna til þess áróðurs. Nú væri nauðsynlegt þjóð-þrifa-mál að fólk færi að kynna sér hver fær hvað hér í þessu landi. M.b.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.1.2010 kl. 18:12

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég hef ekki fengið mér lambalæri eða hrygg í meira en áratug... fáranlega dýr fæða.

Óskar Þorkelsson, 20.1.2010 kl. 21:23

3 Smámynd: Anna Margrét Bjarnadóttir

Ég er hjartanlega sammála Haraldur og hef oft bent nákvæmlega á þetta sama. Verðlagning á lambakjöti hefur verið síðastliðna áratugi kolröng. það hefur verið munaðarvara og allt of dýrt. Þetta eru svo kolröng viðbrögð og sýnir bara annarleg viðhorf að fara þá frekar að selja lambakjötið á spottprís úr landi í stað þess að leyfa þjóðinni að njóta þess að borða það á verði sem að hún ræður við. Þessa dagana er rætt mikið um offituvanda Íslendinga sem er orsakaður af næringarsnauðu matarræði, tómum hitaeiningum og hreyfingarleysi. Það er mikið þjóðhagsmunamál að koma hollustunni á lægra verði til almennings. Manni þótti það dapurlegt á háskólaárunum að þurfa að lifa á þurkuðum baunum og sjá fréttamyndirnar í sjónvarpinu af því þegar verið var að urða lambakjötsfjöllin. Hættum svona bullhugsun. Lækkið verð á lambakjöti og leyfið þjóðinni að njóta þess. Stundum verður minna að meira.

Anna Margrét Bjarnadóttir, 20.1.2010 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband