Sjálfboðaliðar sem ganga beint til verks

Viðbragðsflýtir íslensku sveitarinnar er enn athyglisverðari fyrir það að hér á landi vinna björgunarsveitarmenn í sjálfboðavinnu og nýta frítíma sinn til æfinga og björgunarstarfa, kostaðir af rakettuglöðum Íslendingum. Ríkar þjóðir eins og Norðmenn sem hafa yfir að ráða launuðum björgunarmönnum og her hafa hins vegar lent í basli með að komast á staðinn. Líklegast er kerfið hjá þeim of flókið og því lengri viðbragðstími. Össur á líka heiður skilinn fyrir að greiða fyrir ferð hópsins á fljótan og öruggan hátt. Með inngripi ráðherra er hægt að komast framhjá öllu kerfisliðinu, sem í flestum tilfellum tefur fyrir.
mbl.is Norðmenn hrósa Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íslendingar fyrstir á staðinn og fyrstir að yfirgefa hann líka! Núna hefst hjálpar- og uppbyggingarstarfið fyrir alvöruA

Asgeir Palsson (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband