Verður réttlætið flokkað?
10.9.2010 | 18:56
Skýrslan prentuð í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rangt hjá Sóleyju
10.9.2010 | 08:23
Held að þetta sé einfaldlega rangt hjá Sóleyju vegna þess að sveitarstjórnarlög kveða á um að hljóti listi einn mann eða fleiri í sveitarstjórn verði allir sem eftir eru á listanum varafulltrúar. Þetta er án efa vegna þess að á fjögurra ára kjörímabili getur ýmislegt orðið til þess að þeir sem eru í næstu sætum neðan við aðalfulltrúa hverfi úr sveitarfélaginu og því þarf að hafa fleiri varafulltrúa forfallist aðalmenn eða hætti af öðrum ástæðum.
Margrét Sverrisdóttir er því fullgild sem aðalmaður í mannréttindaráði þar sem hún var á framboðslista sem fékk inn fulltrúa.
Vill skipta um formann mannréttindaráðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vill Vilhjálmur flokka réttlætið?
9.9.2010 | 15:12
"Vera megi að mikil réttlætisþörf búi að baki áformum um að hafa æru af einhverjum ráðherrum ríkisstjórnar Geirs H. Haarde en spurningin sé hvort þjóðin hafi efni á slíku réttlæti."
Þessi setning í ummælum Vilhjálms Egilssonar er afar athyglisverð. Á þjóðin þá að flokka réttlætið niður í einhverja efnahagslega flokka.?
Réttlæti hefur ekki verið mjög hátt skrifað í þessu þjóðfélagi undanfarin áratug eða svo. Ekki síst þegar kemur að fjármálageiranum. Miðað við þessa skoðun Vilhjálms þarf að flokka réttlætið eftir því hvort við höfum efni á því eða ekki. Vandséð er hver eigi að sjá um slíka flokkun og hvort einhverntíma verði réttlæti í slíkri í flokkun.
Menningarbyltingarkennt ástand | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekki er öll vitleysan eins
8.9.2010 | 14:49
Ekki er öll vitleysan eins. Trúarofstæki hvers konar hefur alltaf verið til vandræða í heiminum. Auðvitað er til fólk hér á landi með samskonar villutrú og þessi færeyski ráðherra. Líklega trúir þetta fólk á einhvern annan guð en þann sem boðaði mannkærleika.
Því miður hefur guðstrú orðið til margs ills. Í skjóli hennar virðist ýmislegt hafa leyfst. Við þurfum ekki annað en horfa til fyrrverandi biskups hér á landi og kaþólskra presta víða um lönd. Þessi náungi í Færeyjum kippir sér líklega ekki upp við þeirra gjörðir né heldur stuðningsmenn hans hér á landi.
Jenis fær stuðningskveðjur frá Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Veit Jónsen af þessu?
8.9.2010 | 13:48
Skemmtiferðaskip gat ekki lagst að bryggju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gott að Norðmenn skuli vera með
8.9.2010 | 13:39
Gott að Norðmenn skuli hafa verið með í þessum leiðangri. Þeir átta sig þá kannski á því að makríllinn er búinn að finna sér nýjar slóðir og jafnvel farinn að hrygna í íslenskri landhelgi. Þessi fiskur sem Norðmenn og Evrópusambandsþjóðir eigna sér hefur því fundið sér ný heimkynni enda leita allar dýrategundir að kjörskilyrðum þegar þær velja sér búsetu.
Það að áta sé minni nú en áður er eðlilegt því eitthvað þarf þessi fiskur að éta. Svona skilaboð eru oftar en ekki frá Hafró. Þar virðast menn aldrei horfa á lífríkið í neinu samhengi, hvorki aðstæður í sjó né fæðu. Nú á að veiða meira af þorski og makríl til að halda jafnvæginu í sjónum og hvalveiðarnar gera líka sitt gagn. Síldin er í þessari fæðusamkeppni og henni vex ekki fiskur um hrygg nema hún hafi nægt æti.
Makríll vestar en áður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Orð í tíma töluð
8.9.2010 | 12:16
Og skammastu þín Árni Johnsen | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Óvilhallir færeyskir guðir
7.9.2010 | 17:45
Veðurguðir óvilhallir Jóhönnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hunsa samfélag þjóða
7.9.2010 | 11:23
Undarleg skilaboð þetta frá fólki sem er kjörið á Alþingi Íslendinga. Samkvæmt þeim eigum við að hunsa alþjóðasamfélagið og láta sem okkur komi það ekki við. Samningar milli tveggja eða fleiri deilenda geta aldrei verið annað en af hinu góða. Svona þráhyggja og þjóðernishyggja er einfaldlega slæm fyrir okkur Íslendinga.
Liggur ekkert á að semja um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hefði hann borðað með biskupnum sáluga?
7.9.2010 | 10:35
Skrítinn þessi Jenis av Rana. Kannski hefur honum ekki líkað matseðillinn.
Ætli hann hefði mætt í mat með fyrrverandi biskupi Íslands, ef það hefði staðið til boða?
Færeyski lögmaðurinn gagnrýnir Jenis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)