Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Hvar er umhverfisvæni sjávarútvegsráðherrann nú

Kalli Sveins er örugglega einn allra besti saltfiskverkandi landsins. Ég man þegar ég kom einu sinni til hans fyrir mörgum árum var saltfiskkaupandi staddur hjá honum og sá sagði mér að hvergi fengi hann betri fisk en hjá Kalla.

Hvernig má það vera að aukaefnum sé blandað út í fisk með leyfi Matvælastofnunar? Sá fiskur er ekki hreinn. Þetta er klúður sem þarf að leiðrétta. Hvar er Jón bóndi nú, umhverfisvæni sjávarútvegsráðherrann?


mbl.is Krefst opinberrar rannsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engri óvissu eytt

Það er engri óvissu eytt. Samningar standa. Það sem fólk hefur skrifað undir stendur og þar eru vaxtaákvæði skýr. Hins vegar er ljóst að gengistrygging var ólögleg. Nú þurfa að lánafyrirtækin að gera nýja samninga vilji þau hækka vexti.

Svo er það stóra spurningin um þennan hæstarétt. Það þarf ekki hámenntaða lögfræðinga til að sjá að orð skulu standa og það sem unirritað er líka. Þetta virðist hæstiréttur ekki skilja.


mbl.is Mikilvægt að óvissu sé eytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarmennskan enn og aftur

Ekki ætla ég að leggja dóm á þetta tiltekna dæmi en skipulagsmál á Akureyri virðast alltaf taka mið af einhverju öðru en annarsstaðar á landinu. Kjúklingastaður og bensínstöð henta nú ekki við Hafnarstræti. Er ekki bensínstöð við BSO? Svo sótti Krónan eða eitthvert félag, sem hana rekur, um að byggja um árið þar sem niðurnídd hús hafa verið beint á móti Glerártorgi. Það þvældist fyrir skipulaginu á Akureyri enda höfuðstöðvar KEA í næsta húsi og Glerártorg með Nettó beint á móti.

Þrátt fyrir allt, nýjan L-lista með nýjum áherslum, ræður framsóknarmennskan enn ríkjum á Akureyri.


mbl.is Fallið frá tillögu um Drottningarbrautarreit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjög eðlilegt og algengt

Ég skil ekki af hverju það vekur athygli, eins og segir í fréttinni, að hlýjast skuli vera á sama stað að degi og var kaldast að nóttu. Þetta er mjög eðlilegt og algengt. Þarna hefur í nótt og í dag verið heiður himinn og sólar notið við sem skýrir hlýindin en sólar nýtur ekki við þótt himinn sé heiður á nóttunni og því verður kaldara en ella.
mbl.is Heitast og kaldast á sama stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþjóðahafró líka með vitlaus reiknilíkön

Maður hlýtur að efast um að Alþjóðahafrannsóknarráðið sé með í sinum tölum þann makríl sem gengur á Íslandsmið. Hingað kemur þvílík gnægð af makríl að ef gert væri ráð fyrir honum í heildarstofninum væri veiðikvóti mun hærri.

Annars er þetta Alþjóðahafró líklega með svipuð reiknilíkön og íslenska hafró, sem gera ekki ráð fyrir neinum breytingum á lífríkinu í hafinu og eru arfavitlaus til að meta stofnstærð fiska.


mbl.is Íslendingar verða að gefa ýmislegt eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Haglél í stað skúra

Þetta er bara af því að verið er að fækka skúrum í Reykjavík (sbr. frétt rétt áður um Reykjavíkurflugvöll). Þá koma haglél í stað skúra.
mbl.is Haglél í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fækka skúrum, haglél í staðinn

Fyrst þeir vilja fækka skúrum í Reykjavík þá mega þeir búast við hagléljum í staðinn eins og kemur fram í annarri frétt. Er það ekki rökrétt?
mbl.is Skúr við gamla flugturinn rifinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sökin er hjá stjórnmálamönnum

Skrítin svör hjá Geir því sökin er hjá stjórnmálamönnum. Það voru stjórnmálamennirnir sem settu leikreglurnar og því fór sem fór. Einkavinavæðing bankana á sínum tíma og helmingaskipti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í því ferli er ástæðan fyrir hruninu. Eftirlit var ekkert og gæðingunum gefið fullt frelsi til athafna.

Hvort Geir, Ingibjörg, Árni Math. og Björgvin eru sekari í þessum efnum en aðrir er annað mál og þessi landsdómur hlýtur að skera úr um það. Davíð, Halldór Ásgrímsson og fleiri ráðherrar þess tíma eiga auðvitað að fara fyrir dómara líka og svo er það dómaranna að skera úr.

Dæmum samt ekki einstaklinga fyrirfram.


mbl.is Hrunið ekki rakið til stjórnmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður réttlætið flokkað?

Nú er það spurningin hvort allir eru jafnir fyrir íslensku réttarkerfi eða hvort á að flokka þá niður með efnahagslegu tilllit eins og Vilhjálmur Egilsson vill.
mbl.is Skýrslan prentuð í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rangt hjá Sóleyju

Held að þetta sé einfaldlega rangt hjá Sóleyju vegna þess að sveitarstjórnarlög kveða á um að hljóti listi einn mann eða fleiri í sveitarstjórn verði allir sem eftir eru á listanum varafulltrúar. Þetta er án efa vegna þess að á fjögurra ára kjörímabili getur ýmislegt orðið til þess að þeir sem eru í næstu sætum neðan við aðalfulltrúa hverfi úr sveitarfélaginu og því þarf að hafa fleiri varafulltrúa forfallist aðalmenn eða hætti af öðrum ástæðum.

Margrét Sverrisdóttir er því fullgild sem aðalmaður í mannréttindaráði þar sem hún var á framboðslista sem fékk inn fulltrúa.


mbl.is Vill skipta um formann mannréttindaráðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband