Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010
Eins gott að þeir nagi fljótt af þeim
31.8.2010 | 16:31
Beinagrind á borði ríkisstjórnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nú má leggja niður sjónvarp RÚV
31.8.2010 | 15:25
Nú er kominn tími til þess að spara verulega hjá RÚV og leggja niður allar sjónvarpsútsendingar. Það er nóg að ríkið haldi úti einni útvarpsrás. Sjónvarpið er hvort sem er orðið eins og léleg vídeóleiga. Fréttir RÚV eru ekkert öðruvísi en á öðrum stöðvum enda búið að eyðileggja alla starfsemi utan Efstaleitis. Nóg er af afþreyingastöðvum eins og Rás 2 þannig að hún er óþörf en Rás 1 stendur fyrir sínu að mestu leyti ennþá og með henni er alveg hægt að sinna menningar- og öryggisskyldunum. Þar er líka til fullt af efni sem má endurflytja án kostnaðar.
Að þessu öllu gerðu verður hægt að leggja niður útvarpsgjaldið og almenningur getur eytt þeim peningum í að kaupa áskrift að annarri stöð. RÚV getur svo komist fyrir á einni þokkalegri hæð í einhverju auðu skrifstofuhúsnæði og Efstaleitishúsið má nýta undir einhverja aðra þarfari starfsemi á vegum ríkisins.
Útvarpsstjóra og nánustu undirsátum hans hefur tekist á stuttum tíma að eyðileggja RÚV.
Spaugstofan á Stöð 2 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bandamennirnir þar sem síst skyldi
30.8.2010 | 17:27
Ef undan eru skilin þau skref sem Jón Bjarnason hefur tekið í sjávarútvegsmálum til að hrófla við eiginhagsmunakerfi kvótakarla þá á karlinn sér hvergi samherja nema í Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki.
Miðað við þann flokk sem Jón er í eru því bandamennirnir þar sem síst skyldi.
Sigur fyrir Jón Bjarnason | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eru þá vextir skuldabréfanna ólöglegir?
30.8.2010 | 12:22
Telja væntanlega 21% vexti sanngjarna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Skref í rétta átt
29.8.2010 | 15:51
Þetta er skref í rétta átt og ánægjulegt að þeir sem eru með atvinnustarfsemi í Hafnarstræti hafi átt frumkvæði að þessum breytingum. Öfugt við það sem var uppi á Laugavegi og í Austurstræti þar sem andstaða hefur jafnan verið gegn lokun á bílana.
Bílar hafa haft allt of mikinn forgang í miðbæ Reykjavíkur og vonandi eigum við eftir að sjá gangandi og hjólandi verði gert hærra undir höfði á fleiri götum á næstu árum. Hægt er að hleypa sendiferðabílum að verslunum og þjónustustöðum á ákveðnum tímum dagsins. Það er nóg.
Engir bílar í Hafnarstræti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eins og í boltanum
28.8.2010 | 11:59
Vill rannsókn á vinnubrögðum sérstaks saksóknara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 29.8.2010 kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nálgast það sem gerist í öðrum landshlutum
27.8.2010 | 19:47
Mér sýnist að með þessu hækki rafmagnasreikningurinn hjá mér um 700-800 krónur á mánuði. Hann nær þó ekki að komast nálægt því sem hann var þegar ég bjó á Austurlandi og Norðurlandi.
Verra er þó að ´"vísitölufjölskyldan" býr á höfuðborgarsvæðinu og þvi hækkar lánskjaravísitalan, sem er ein fáranlegast uppfinning Íslandssögunnar og grunnur hennar, sem hún er reiknuð út frá, er eingöngu almenningi í óhag.
28,5% hækkun á gjaldskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Iðnaðarbærinn Akureyri
27.8.2010 | 16:49
Landaframleiðsla upprætt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Meistarar jafnteflanna
26.8.2010 | 20:34
Skagaliðið er að verða meistari í jafnteflum eftir að hafa orðið meistari æfingaleikjanna í vor. Það er merkilegur andskoti að geta aldrei haldið haus út heilan leik. Í hverjum leiknum á fætur öðrum klúðrar liðið unninni stöðu niður í jafntefli.
Það vantar hugarfarsbreytingu hjá þessum drengjum, baráttuvilja og vilja til þess að leggja allt á sig til að vinna leiki. Þetta er nokkuð sem einkenndi Skagaliðin í gegnum tíðina. Þá var enginn sáttur við jafntefli eða tap. Knattspyrnumenn ÍA í dag búa við þær bestu aðstæður sem til eru. Það dugar ekki til. Kannski spurning um að fara að æfa á Langasandinum aftur og hlaupa bæinn á enda á æfingar eins og var áður fyrr þegar búningsklefarnir voru í íþróttahúsinu við Laugarbraut og æft á Jaðarsbökkum.
Þróttur og ÍA skildu jöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Endalaust rugl um makríl
25.8.2010 | 14:56
Hvaða endalausa rugl er þetta í ESB og Norðmönnum um makrílinn? Meira að segja Hafró hefur fundið miklu meira af þessum fiski í íslenskri lögsögu en nokkurn óraði fyrir. Sú stofnun hefur nú ekki verið fundvís á fiskistofna undanfarin ár. Fyrst það gerist þá hlýtur að vera óhemjumikið af makríl við strendur landsins. ESB og Norðmenn hafa heldur ekki viljað hleypa Íslendingum að samningaborði um makrílinn á þeirri forsendu að hann gangi ekki í íslenska lögsögu. Það gerir málflutning þeirra núna enn ruglaðri.
Auðvitað hlustum við ekki á þetta blaður og höldum okkar striki. Nú þarf líka að þróa fullvinnslu á þessum fiski hér eins og reyndar á mörgum öðrum fisktegundum. Það gengur ekki að vera endalaust í hráefnisöflun fyrir aðrar þjóðir.
ESB gagnrýnir makrílveiðarnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)