Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010
Skripaleikur hrunflokkaspjátrunga
9.6.2010 | 12:54
Þetta er ljóti skrípaleikurinn sem þeir stunda á þinginu þessir spjátrungar frá hrunflokkunum. Langar ræður um nánast ekki neitt eru til þess eins fallnar að tefja þingstörf og koma í veg fyrir umfjöllun sem máli skiptir fyrir þjóðina.
Þetta tekur við hjá þeim núna eftir að vera búnir að spyrja forsætisráðherra sömu spurninganna trekk í trekk til þess eins að fá sömu svörin. Þetta lið er til skammar og því fyrr, sem hægt verður að slíta þingi og koma þessu liði heim, því betra.
Málþóf á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Enn árið 2007 í bönkunum
9.6.2010 | 08:29
Lúta ekki lögum um laun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Senditíkur Davíðs halda áfram
8.6.2010 | 18:13
Senditíkur Davíðs á Alþingi eru nú á fullri ferð við að dreifa athyglinni frá óþægilegri umræðu um ofurstyrki þingmanna Sjálfstæðisflokksins frá útrásargenginu. Þeir hafa komið látlaust með sömu spurningarnar til þess eins að fá sömu svörin. Nú draga þessar senditíkur enn og aftur trúverðugleika forsætisráðherra í efa. Þeir minnast ekkert á Davíð Oddsson fyrrverandi Seðlabankastjóra og hvernig hann sem forsætisráðherra úthlutaði sér seðlabankastjórastöðunni og ákvarðaði launin sjálfur.
Allar þessar sjónhverfingar þeirra eru til að fela sannleikann á bak við sukk íhaldsins og tefja framgang mála á Alþingi. Davíð og Mogginn birta svo leiðara og fréttir af öllu þessu rugli og aðrir fjölmiðlar hlaupa líka til eins og um blákaldar staðreyndir sé að ræða.
Spyr um sannleiksskyldu ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 9.6.2010 kl. 09:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Auka þorskveiðina umtalsvert
7.6.2010 | 08:04
Næsta skref Jóns ætti að vera að auka þorskveiðiheimilir í að minnsta kosti 200 þúsund tonn og útdeilda viðbótinni í takt við það sem hann gerði með viðbót við skötuselskvóta. Þannig getur hann tekið fyrsta skrefið og þarf því ekki að bíða eftir að aðrir reyni að þurrka tár grátkórs kvótaeigendafélagsins.
Fyrst Hafró telur möguleika á einhverri aukningu þorskveiða er ljóst að umtalsvert má auka við þær.
Ekki lengur eftir neinu að bíða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sólríkur þokuslæðingur og kuldi
6.6.2010 | 23:39
Hann var nú ekki sólríkari sjómannadagurinn á Akureyri en það að þoka var fram eftir degi og skítakuldi.
Annars er jákvæðni góð og þessi frétt er svo sannarlega dæmi um hvernig hægt er að gera gott úr hlutunum.
Sólríkur sjómannadagur á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Amböguflaumur í frétt um ánægjulegan atburð
5.6.2010 | 17:07
Hvernig getur skip bæst í bæjarflotann í kringum sjómannadag? Það kom til heimahafnar daginn fyrir sjómannadag en lagðist ekki að heimabryggju. Neskaupstaður skrifast ekki Neskaupsstaður og sagt er í Neskaupstað en ekki á Neskaupstað. Hverjir eru svo þessir himnaguðir sem sagt er frá í fleirtölu?
Lágmarks þekkingar og íslenskukunnáttu þarf að krefjast af þeim sem skrifa fréttir.
Vel tekið á móti Beiti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Til hamingju Norðfirðingar
5.6.2010 | 13:24
Nýr Beitir til hafnar í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Löngu tímabært
5.6.2010 | 09:56
Auðvitað á að hefja strandflutninga aftur og með svona 4-5 lykilhöfnum. Síðan er hægt að hafa landfutninga út frá þeim. Það er löngu tímabært að taka upp strandflutninga aftur. Allar þjóðir sem eiga land að sjó eru með strandflutninga og það ekki bara á vörum heldur jarðvegs- og efnisflutninga líka. Með þessu er hægt að létta stórlega álagi af lítilfjörlegum þjóðvegum fyrir utan alla hættuna sem umferð stórra bíla skapar á mjóu vegunum hér. Miklu mjórri og vanþróaðri vegum en í nágrannaríkjum, sem þó hafa sína strandflutninga.
Ég skil ekki alveg það sem kemur fram í þessari frétt að heimahöfn strandflutninga eigi að vera á Akureyri einfaldlega vegna þess að hún þarf að vera þar sem millilandaskipin leggja að sem er á höfuðborgarsvæðinu. Grundartangi gæti líka þjónað þessi vel enda er þar flutningahöfn framtíðarinnar. Góð höfn og nóg pláss í landi sem engin byggð þrengir að.
Jafnvel þo ríkið þurfi að taka einhvern þátt í sjóflutningunum þá koma þeir til með að spara mun meira þegar horft er á hlutina í samhengi.
Strandsiglingar álitlegar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessu mátti búast við
5.6.2010 | 09:07
Þessi 10 þúsund tonn sem bætt er við þorkskvótann eru auðvitað smáræði og búast mátti við að LÍÚ myndi gráta sáran eftir þessa úthlutun. Friðrik segir þau hverfa að mestu í strandveiðina en þau hverfa ekki þótt þau fari þangað. Þessi fiskur kemur að landi og ríkið fær leigutekjurnar en ekki einhverjir "kvótaeigendur".
Það virðist ekkert hrófla við Hafró í geymslustefnu þeirra. Hún hefur ekki virkað í þá áratugi sem henni hefur verið haldið til streitu. Eftir þessa niðurstöðu er sjálfsagt að hreinsa til hjá Hafró og hlusta á rök þeirra sem sýnt hafa fram á ruglið í stefnu Hafró.
Strandveiðarnar éta aukinn þorskkvóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þorskurinn farinn að synda inn í reiknilíkönin
4.6.2010 | 12:10
Hvað er að gerast hjá Hafró? Er þorskstofninn virkilega orðinn svo stór að hann er farinn að synda inn í reiknilíkön Hafró líka? Þá er nú verulega mikið af þorski í sjónum og jafnvel meira en allir, nema Hafró, hafa séð undanfarin ár.
Annars eru þessi ummæli forstjóra Hafró örugglega ummæli aldarinnar: Styrking hrygningarstofns þorsks er skólabókardæmi um hvernig aðgerð í fiskveiðistjórnun getur skilað árangri," sagði Jóhannn Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar í dag. - Skólabókardæmið er þá að ganga upp eftir ríflega 30 ár og ómældan kostnað fyrir þjóðina í töpuðum tekjum af sjávarútvegi.
Þorskstofninn stækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)