Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010
Bætir kannski upp veiðileysið á sumargotssíldinni
19.5.2010 | 11:51
Nú er um að gera að veiða nóg af vorgotssíldinni fyrst ekki mátti veiða sumargotssíldina sem fyllti alla innfirði Breiðafjarðar í haust og vetur. Hafró bar við sýkingu og því mætti ekki veiða. Nú ber hins vegar svo við að við Breiðafjörðinn hefur enginn orðið var við dauða síld eins og árið áður. Enn er hins vegar mikið af sprækri síld í Breiðafirði og segja kunnugir síldartorfur vera alveg inn í Kolgrafafjörð. Þá er síldarkökkur rétt utan Rifshafnar og þangað hafa strandveiðibátar verið að sækja stórþorsk steinsnar frá bryggjunni.
Allt þetta á ekki að vera til og hefur synt framhjá reiknilíkönum Hafró. Asskotans sporðurinn á þessum kvikindum er oft vísindunum til vandræða.
![]() |
Síldveiðar að hefjast hjá HB Granda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
"Ef þetta sé íslenska þá...."
18.5.2010 | 22:48
Ánægjulegt að hrefnuveiðarnar skuli hafnar og ekki vantar eftirspurnina eftir kjötinu. Auk þess er full þörf á að veiða þessar skepnur til að halda jafnvægi í hafinu.
Hvar eða hvort sá sem skrifaði þessa frétt hefur lært íslensku er ekki gott að segja. Leitun er að setningu eins og þessari í íslensku máli: "Eftir því sem best sé vitað sé þetta fyrsta hrefna sumarsins."
![]() |
Fyrsta hrefna sumarsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þrátt fyrir atvinnuleysið
18.5.2010 | 10:36
![]() |
Aldrei fleiri hjólað í vinnuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jákvæð frétt
17.5.2010 | 20:23
![]() |
Falsaður 5000 króna seðill í umferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Svæði A og D, hvað segir það lesendum?
15.5.2010 | 09:59
Standveiðarnar eru hið besta mál og gott til þess að vita hve margir eru komnir til veiða. Þær færa líf í hafnir landsins og nóg er af fiskinum enda hefur komið í ljós að flestir er fljótir að fá skammtinn sinn. Þessi frétt er hins vegar óttalega klén og aðeins sagt að mest hafi verið sótt í leyfi á svæði A og D. Ekki er ég viss um að lesendur mbl.is viti almennt hvernig svæðaskiptingin er en hún er þessi samkvæmt reglugerð um strandveiðar:
- Eyja- og Miklaholtshreppur - Súðavíkurhreppur. Í hlut þess koma alls 1.996 tonn sem skiptast á þann veg að heimilt er að veiða allt að 499 tonn í maí, 599 tonn í júní, 599 tonn í júlí og 299 tonn í ágúst.
- Strandabyggð - Grýtubakkahreppur. Í hlut þess koma alls 1.420 tonn sem skiptast á þann veg að heimilt er að veiða allt að 355 tonn í maí, 426 tonn í júní, 426 tonn í júlí og 213 tonn í ágúst.
- Þingeyjarsveit - Djúpavogshreppur. Í hlut þess koma alls 1.537 tonn sem skiptast á þann veg að heimilt er að veiða allt að 384 tonn í maí, 461 tonn í júní, 461 tonn í júlí og 231 tonn í ágúst.
- Sveitarfélagið Hornafjörður - Borgarbyggð. Í hlut þess koma alls 1.047 tonn sem skiptast á þann veg að heimilt er að veiða allt að 419 tonn í maí, 366 tonn í júní, 157 tonn í júlí og 105 tonn í ágúst.
"Fréttin" á mbl.is er kópíeruð beint af vef Fiskistofu án nokkurra skýringa en eflaust vita flestir lesendur þess vefjar hvar svæði A og D eru. Meira að segja er hún kópíeurð með þeim villum sem þar eru eins og þessari: "Á þessari fyrstu viku héldu 321 bátur til veiða..." - Auðvitað átti þarna að standa "Í þessari fyrstu viku hélt 321 bátur til veiða."
Svona gerist þegar blaðamenn vinna ekki vinnuna sína og kópíera texta annarra. Enginn fjölmiðill, sem ætlar að vera vandur að virðingu sinni gerir þannig hluti.
![]() |
407 komnir með leyfi til strandveiða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Er það gagnkvæmt?
14.5.2010 | 07:46
![]() |
Sigurður ræður breskan lögmann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eignir eða þýfi?
13.5.2010 | 08:56
![]() |
Guardian: Búið að birta stefnuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þessi "virtu" endurskoðunarfyrirtæki
12.5.2010 | 07:51
PricewaterhouseCoopers tók þátt í svikum
Glitnir höfðar jafnframt mál gegn PricewaterhouseCoopers, fyrrum endurskoðendum bankans, fyrir að greiða fyrir og taka þátt í að dylja þau sviksamlegu viðskipti sem Jón Ásgeir og félagar komu í kring og sem að endingu leiddu til falls bankans í október 2008.
Hvernig átti opinbera eftirlitið að geta sinnt störfum sínum, ef það reynist rétt sem þarna stendur, að þessi "virtu" eftirlitsfyrirtæki hafi verið handbendi fjárglæpamannanna?
![]() |
Óska kyrrsetningar eigna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Eyjafjallajökull slappur miðað við bankaræningjana
11.5.2010 | 19:30
![]() |
400-600 milljóna tjón vegna gossins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 12.5.2010 kl. 07:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eyða þarf þessari óvissu
11.5.2010 | 07:41
Það væri nú eftir öðru að eitthvert kerfisfrumvarp verði til þess að fjöldi fólks verði án atvinnu í sumar ef hvalveiðar verða ekki eins og til hefur staðið. Á síðustu hvalvertíð störfuðu um 50 manns á Akranesi á vöktum í þrjá mánuði við vinnslu hvalkjötsins, annar eins fjöldi vann í hvalstöðinni í Hvalfirði og tveir hvalbátar voru gerðir út með um 30 manna áhöfn. Fyrir utan þetta hafði fjöldi iðnaðarmanna og annarra vinnu af veiðum og vinnslu.
Búið er að gefa út að leyft verði að veiða jafn marga hvali nú og í fyrra. Ríkisstjórnin þarf því að taka af skarið nú og eyða allri óvissu. Ríkisstjórn sem hefur áhyggjur af atvinnuleysi og er að gera ráðstafanir vegna þess getur ekki látið slík atvinnutækifæri og háar tekjur framhjá sér fara.
![]() |
Lagafrumvarp setur veiðarnar í uppnám |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)