Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Skjaldbreiður

Ég er nokkuð viss um að þetta fjall heitir Skjaldbreiður. Þetta er fleirtöluorð og beygist því Skjaldbreiður um Skjaldbreiðar frá Skjaldbreiðum til Skjaldbreiða.

Sé þetta hins vegar ekki rétt og fjallið heiti Skjaldbreið. þá beygist það Skjaldbreið um Skjaldbreiði frá Skjaldbreiði til Skjaldbreiðar.

Hvort sem er rétt með nafnið þá slasast enginn við Skjaldbreið. Annað hvort slasast menn við Skjaldbreiðar eða Skjaldbreiði.


mbl.is Fjórhjólamaður slasaðist við Skjaldbreið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eyjamenn áður verið slegnir flatir

Eyjamenn eru nú ekki óvanir því að vera slegnir flatir, eða er það nokkuð? -  Svona heilsað að sjómannasið, eins og Jónsen sagði forðum.
mbl.is Sló flötum í innsiglingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki af norskum skepnum

Þetta vissi ég alltaf að ekki nema lítill hluti Íslendinga væri kominn af þessum norsku skattsvikurum, ræningjum og nauðgurum sem flúðu nafna minn hárfagra á sínum tíma. Þessum skepnum sem kallaðir eru víkingar. Stór hluti Íslendinga er kominn af Írum, Hollendingum, Frökkum, Dönum og Ameríkönum. Jafnvel Böskum sem stunduðu hvalveiðar hér. Allt tengist þetta siglingum og sjóhröktum mönnum.

Við höfum alltaf verið alþjóðleg og erum það enn.


mbl.is Eiga rætur að rekja til indíána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafró ruglið veldur sókn annað

Þessi smámunalega úthlutun á kvóta í íslensku sumargotssíldina verður auðvitað til þess að útgerðirnar leita annarra leiða. Hversu mikill stofn gulldeplunnar er veit ég ekki og er ekki viss um að Hafró hafi nokkra hugmynd um stofnstærð þess fisks frekar en í öðrum fiskistofnunum. Það fer bara eftir hve mikið syndir inn í exel-skjölin þar á bæ.

Af síld er hins vegar nóg og meira að segja Hafró þykist sjá 370 þúsund tonna hrygningarstofn. Lengi vel var leyft að veiða 25% af hrygningarstofni og síðari ár 20%. Ef miðað er við það mætti veiða 74 þúsund tonn af síld núna en ekki 40 þúsund eins og Hafró hefur gefið út og Jón bóndi kaupir hrátt.

Grundarfjörður er nú fullur af síld og hún er farin að ganga inn undir Stykkishólm. Þetta hefur gerst síðustu ár og Hafró vælir yfir sýkingu í síldinni. Samkvæmt kenningum þar á bæ ætti síldarstofninn að vera dauður. Er ekki eitthvað að og er ekki lagi að taka til þarna ef við ætlum ekki að láta milljarða hráefni liggja milli hluta og jafnvel skemma lífríkið þegar það úldnar á sjávarbotni.

 


mbl.is Sækja um leyfi til veiða á gulldeplu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarmenn?

Framsóknarmenn? Hvað hafa þeir haft til málanna að leggja síðan þeir einkavinavæddu bankana og komu þar með hruninu af stað?
mbl.is Hafa fyrirvara á samráði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjoppukarlar í þágu kirkjunnar

Kirkjan hefur ráðið sér sjoppukarla, eins og Illugi Jökulsson kallaði í eina tíð fyrrum blaðamenn sem taka að sér að segja það sem forsvarsmönnum fyrirtækja og stofnanna býr í brjósti til að fegra ímynd þeirra út á við. Þetta á ekkert skilt við blaðamennsku eða upplýsingar. Svona fyrirtæki fá peninga fyrir að fegra ímynd þeirra fyrirtækja og stofnanna sem þau eru ráðin til. Sannleikurinn skiptir þá ekki alltaf máli.


mbl.is Kirkjan semur við KOM almannatengsl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband