Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Egilsstaðir eru að öllu jöfnu hlýjasti staður landsins

Það er hvergi betra en á Egilsstöðum þessa dagana. Suðaustlægar áttir geta hins vegar leitt til þokubakka við ströndina og þar er kalt. Ég hef bæði búið á Norðfirði og Héraði og veit að þrátt fyrir allt tal fjarðamanna um að lognið sé á fjörðunum þá er að öllu jöfnu mun betra veður á Héraði. Skógræktin þar ber vitni um það. Hitatölur þar segja hins vegar ekki allt því nú er mælt á Egilsstaðaflugvelli en var á Eyvindará áður. Þar er hlýrra og líka í þéttbýlinu á Egilsstöðum því alltaf andar köldu frá Lagarfljótinu. - Egilsstaðir eru að öllu jöfnu hlýjasti staður landsins.
mbl.is Bongóblíða á Egilsstöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvert á að forða slysinu?

"Vilja forða slysi" er fyrirsögn þessara fréttar. Hvert á að forða slysinu? Eitthvað annað væntanlega? Það er hægt að forðast slys en að taka slys og fara með það eitthvað annað, gengur tæplega upp. Fyrir utan að innihald þessarar fréttar er með það mörgum óskiljanlegum orðum fyrir allan almenning að fáir skilja. Það getur vel verið að einhverjir pappírspésar skilji þetta.
mbl.is Vilja forða slysi við lagasetningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þannig er það

Það er gott að búa í Kópavogi! Eða er það ekki þannig?
mbl.is „Og þá erum við í vanda"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Burt með fígúrurnar

Gott hjá Katrínu að dreifa þessu aðeins. Skil samt ekki hvers vegna útvarpsgjaldið þarf að vera svona hátt. Ég hélt að það myndir lækka þegar allir skattgreiðendur færu að borga því áður borgðuðu bara þeir sem voru með skráð sjónvarpstæki. Svo má líka lækka laun toppanna. Hvers vegna eru Palli Magg og Sigrún Stefáns með haug af peningum á mánuði. Þetta er fólk sem gerir ekkert nema ógagn á RÚV. Hækkið laun almennra fréttamanna sem halda þessu uppi og dagskrárgerðarmanna. Útvarp er fólkið sem vinnur efnið. Fígúrur eins og Palli sem mæta fínpússaðar í stúdíó eru einskis virði. - Burt með fígúrurnar þar er hægt að spara.


mbl.is Gjalddagar útvarpsgjalds þrír
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sævar Guðjónsson brást rétt við

Það er víða að finna stríðsminjar eystra en á safninu sem tileinkað er stríðsárunum á Reyðarfirði. Sævar Guðjónsson á Mjóeyri á Eskifirði sýndi þarna fyllstu ábyrgð sem leiðsögumaður þegar hann tilkynnti um þennan torkennilega hlut. Svona lagað getur verið lífshættulegt eins og reyndin var í Fellum á Héraði fyrir um fjórum áratugum. Nú er sem betur fer orðið algengt að fólk gangi á fjöll og um gamlar vegslóðir en einmitt þær voru notaðar til æfinga á stríðsárunum. Því er mikilvægt að staðkunnugir séu ávallt leiðsögumenn. Það sýndi sig með Sævar í þessu tilviki. Hann veit hver umsvif hernámsliðsins voru á stríðsárunum og hvar það stundaði æfingar.
mbl.is Búið að eyða hættulegri sprengju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Besta fjárfestingin

Skógrækt er ein besta fjárfesting sem Íslendingar geta farið í. Ekki nóg með að landið skríðist skógi og verði þannig fallegra og skjólsælla heldur vinnur skógur gegn aukinni mengun frá allri stórðiðjunni, sem hefur verið lausn allra mála síðustu áratugina. Skógrækt er atvinnuskapandi, arðvænleg og á allan hátt uppbyggjandi. Húrra fyrir þessu átaki, sem og öllum öðrum slíkum.
mbl.is Þúsund ný störf í skógrækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

2007 stöðugleika?

Fróðlegt verður að sjá hvað þetta plagg um stöðugleikasáttmála inniheldur. Vonandi verður það svo að heimilin í landinu og allur almenningur geti haldið haus í þessum hamförum sem örfáir galgopar hafa komið þjóðinni í. Til þess var ætlast af núverandi stjórnarflokkum þegar þeir voru kosnir til valda og nú er það þeirra að sjá til þess að venjulegt launafólk í þessu landi beri ekki byrðarnar af óráðsíu ofurfrjálshyggjuaflanna. Stöðugleiki þýðir líklega kyrrstaða. Við hvað er miðað er aðalatriðið. Kyrrstöðu miðaða við núverandi ástand, ástandið í fyrra eða 2007. Nei varla 2007, það er ekki í tísku lengur. Allt í lagi, ef stöðugleiki kemst á er leiðin væntanlega upp á við.
mbl.is Kynna drög að sáttmála í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það ekki?

...það er gott að búa í Kópavogi.....
mbl.is Sjóðsbjörgun kærunnar virði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Almennilegt brauð handa bra bra

Er þetta ekki bara merki um að bakarar í Reykjavíkurhreppi baki ekki nógu gott brauð? Þessi kvikindi sem lifað hafa í drullupollinum við ráðhúsið hafa aldrei kunnað að afla sér fæðu og eiga ekkert skylt við villta fugla í náttúru Íslands. Hreppsbúar í Reykjavík þurfa að gefa þeim almennilegt brauð.
mbl.is Endurnar snúa baki við Tjörninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni er arftaki Gríms

El Grillo verður lengi viðfangsefni kafara og flakið geymir miklar minningar um seinni heimsstyrjöldina. Árni og þeir, sem með honum hafa kafað, á liðnum árum eiga þakkir skildar fyrir það verk sem þeir hafa unnið. Það var gaman að fylgjast með honum aðstoða Norðmennina sem dældu olíu úr skipinu árið 2004. Skipið liggur á um 40 metra dýpi og mikil umferð skipa og báta við það. Sprengja sem þessi gæti því valdið miklu tjóni, ekki aðeins á sjófarendum heldur í landi líka. Grímur Eysturoy vann mikið þrekvirki fyrir mörgum áratugum þegar hann kafaði í flakið. Árni Kópsson er arftakinn.
mbl.is Gera sprengju úr El Grillo óvirka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband