Börn getin eftir fæðingarorlofi

Það er auðvitað rétt hjá BHM að skerðing fæðingarorlofs sé skref afturábak. En er ekki verið að tala um að lækka hámark bóta úr 350 þúsundum í 300 þúsund? Hve hátt hlutfall BHM félaga er með yfir 300 þúsund í fastalaun á mánuði? - Ég spyr.

Hins vegar eru ummæli Þorgerðar Katrínar í fréttatíma RÚV í morgun, þar sem hún sagði að verið væri að koma aftan að fólki, sem hefði gert ráð fyrir þessum tekjum frá ríkinu.- Augnablik! - Stöldrum við þetta - Heldur Þorgerður Katrín virkilega að fólk stýri barneignum sínum eftir því hvað ríkið ætlar að greiða með því á eftir?

Sem betur fer hefur íslensku þjóðinni fjölgað og það er ekki vegna fæðingarorlofs eða barnabóta. Það er fyrst og fremst af því að við höfum staðið saman í gegnum tíðina, byggt upp öfluga heilbrigðisþjónustu og velferðarkerfi sem tryggt hefur minnsta barnadauða í heimi. Sjálfur fékk ég aldrei fæðingarorlof eins og feður í dag og þá fengu konur tvo mánuði í frí frá störfum og hluta tekna sinna greiddar frá ríkinu eftir því hvar þær unnu.

Svona gróðasjónarmið eins og komu fram hjá Þorgerði Katrínu í morgun á RÚV eru óþolandi fyrir allt það fólk sem getið hefur og fætt börn á Íslandi síðustu áratugi. Börn sem nú eru að taka við. Ég vona að þau hafi ekki sömu hugsun.

Gaman væri að mbl.is birti umæli Þorgerðar á RÚV eða talaði við hana. Hef ekki séð á þetta minnst hér enn.


mbl.is Skerðingu fæðingarorlofs mótmælt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Ég er að mestu sammála þér í þessu Haraldur og hef lengi verið þeirrar skoðunar að fæðingarorlof eigi að vera föst mánaðargreiðsla en ekki hlutfall tekna síðustu mánaða eins og verið hefur. Auðvitað eignast fólk ekki börn af því að það fái laun fyrir það en það getur verið erfitt fyrir fólk sem reiknar með hárri innkomu að lækka skyndilega í launum . En það kostar að eiga börn og ef maður kýs það þá þýðir ekkert að væla yfir kostnaði sem því fylgir hvort heldur er á sviði útgjalda eða tekjumissis.

, 25.11.2009 kl. 09:54

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég kom dætrum mínum sæmilega til manns, án þess að fá eina krónu í fæðingarorlof, samt var maðurinn minn ekki á ofurlaunum.  Hann var nemi í vélvirkjun þá.

Við getum öll kvartað og kveinað, búið að stela af okkur launum og alls kyns réttindum.  Það skilar okkur bara engu.  Við verðum að taka skellinn sem Þorgerður Katrín og hennar fylgifénaður hratt yfir þjóðina.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 25.11.2009 kl. 11:49

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Í Svíþjóð er ekkert leyndarmál að fólk eignast að jafnaði börn á 2ja ára fresti sem fellur skemmtilega saman við þá staðfeynd að það hámarkar barnabæturnar þar í landi. Þorgerður Katrín er e.t.v. bara að vísa til "norrænu velferðarríkjanna" sem ríkisstjórnin hefur svo mikið fyrir að bera sig saman við?

Geir Ágústsson, 25.11.2009 kl. 16:39

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Auðvitað kostar að eiga börn, og það ætti að kosta jafnmikið fyrir alla.  En við þurfum ekki að vera svona barnaleg að halda að ríkara fólkið geri sér að góðu að spara hvern aur.  Ég gæti framfleytt mér og nokkrum börnum af þrjúhundruð þúsundum á mánuði, þ.e.a.s. ef ég væri ekki búin að skuldsetja mig til helv........  En hverjum væri það að kenna?  einhverjum öðrum en sjálfri mér?  Nei, ég spyr bara

Ingibjörg Friðriksdóttir, 25.11.2009 kl. 17:29

5 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Eigum við þá ekki eitthvað inni, frændi...? Ég gæti átt inni 1,5 ár....!

ÞKG greiðir okkur þetta vonandi út þegar hún kemst í ríkisstjórn næst....!

Ómar Bjarki Smárason, 25.11.2009 kl. 23:45

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Jú Ómar Bjarki. Mér finnst að það eigi að bæta þessu ofan á ellilífeyrinn hjá okkur þegar þar að kemur.

Haraldur Bjarnason, 26.11.2009 kl. 08:57

7 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég vil ekki trúa því að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir verði nokkur tíma í stjórn þessa lands.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 26.11.2009 kl. 12:12

8 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Nei Ingibjörg, þar er ég svo sannarlega sámmála þér.

Haraldur Bjarnason, 26.11.2009 kl. 12:47

9 Smámynd: Benedikt V. Warén

Hvað með barna-barnabætur til þeirra sem litlar barnabætur fengu og ekkert feðraorlof?? 

Benedikt V. Warén, 26.11.2009 kl. 21:58

10 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Jú Pelli. Við töldumst við alltaf of tekjuháir!!!!

Haraldur Bjarnason, 27.11.2009 kl. 09:01

11 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Þorgerður Katrín var fljót að verða ólétt þegar ljóst var að hún fengi hlutfall af tekjum í fæðingarorlof. Og hún er ekkert einsdæmi en er í hópi þeirra tekjuháu sem fóru þessa leið.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 7.12.2009 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband