Klíkubræðurnir á toppnum
24.11.2009 | 07:28
Þau orð Guðmundar Gunnarssonar formanns Rafiðnaðarsambandsins að þeir Vilhjálmur Birgisson og Aðalsteinn Baldursson séu einangraðir í verkalýðshreyfingunni eru með eindæmum bull. Þeir Vilhjálmur og Aðalsteinn eru hins vegar einangraðir utan stjórnarklíku verkalýðshreyfingarinnar. Kannski er það vegna þess að þeir eru í tengslum við sína umbjóðendur. Þeir eru hluti af hópnum en ekki einhverjir hálaunaklíkukarlar í fílabeinsturnum. Báðir þessir menn hafa sýnt frumkvæði í baráttu fyrir bættum kjörum og skemmst er að minnast baráttu þeirra gegn því að launafólk fengi ekki umsamdar kjarabætur í upphafi árs og baráttu Vilhjálms við gróðafyrirtæki sem ætluðu sér að greiða út arð á sama tíma og ekki var hægt að greiða launafólki umsamdar kjarabætur.
Ekki man ég hver sagði það að tillaga Vilhjálms og félaga hans á árfundi ASÍ um að félagar í lífeyrissjóðunum kysu stjórnarmenn beinni kosningu gæti ekki gengið því þá væri hætta á því að verkalýðshreyfingin tapaði sínum mönnum úr stjórnunum. Þau orð lýsa því sem um er að vera. Klíkan á toppnum vill verja sína menn en þeirra menn eru ekki fólkið í félögunum heldur klíkubræðurnir á toppnum.
Einangraðir frá klíkunni en ekki félagsmönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það sorglega við þín skrif er að þú hefur svo rétt fyrir þér og verkalýðs baráttan sogast æ dýpra, það getur ekki verið að við verkafólk viljum þessi vinnubrögð sem verklýðs forystan er að sýna félagsmönnum.
Guðrún Hlín (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 08:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.