Ríkið tapar tekjum

Það skrítna við þennan sparnað ríkisins, eins og svo sem margt annað sem lagt er til í fjárlagafrumvarpi, er að ríkið sparar ekkert. Það hreinlega tapar tekjum í gegnum virðisaukaskatt. Ríkið á að leggja fram helming kostnaðar við þessar veiðar á móti sveitarfélögum en reyndin er sú að ríkið hefur verið að leggja fram um 30%. Vegna þess að stuðningur ríkisins tekur ekki mið af aðstæðum og raunkostnaði. Af heildinni greiða svo refaskyttur virðisaukaskatt sem er yfirleitt hærri upphæð en ríkið greiðir sveitarfélögum. - Þetta hefur verið kallað að henda krónunni og hirða eyrinn.

Ég skil sjónarmið rollubænda en hitt er öllu alvarlegra að ef refnum verður ekki haldið í skefjum þá hefur hann verulega slæm áhrif annarsstaðar í lífríkinu, sérstaklega á fuglalíf. Það er eins með þetta og lífríkið í sjónum. Það þarf að viðhalda jafnvæginu í náttúrunni.


mbl.is Sauðfjárbændur mótmæla niðurskurði til refaveiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Helgason

Refurinn hefur ekki ógnað lífríkinu á ströndum ,þrátt fyrir friðun ,eru þetta ekki draugasögur í björtu,

Sigurður Helgason, 17.11.2009 kl. 12:11

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ertu viss um það?  Fjölmörg dæmi eru um að refur hafi gert mikinn usla í varpi hér á landi.

Haraldur Bjarnason, 17.11.2009 kl. 12:16

3 Smámynd: Sigurður Helgason

Ekki er ég viss,

Ég var í firra sumar að taka myndir af fuglum í sveitinni minni, og nóg var af rjúpunni, svo refur og rjúpa voru alla veganna í jafnvægi, 

EN mikið var af mink við ánna og held ég án þess að vita það, að rebba er oft kennt um það sem minkurinn gerir,

Fann 4 tófugreni og náði nokkrum myndum af lágfótu, en minnst 7 minkagreni og lá þar dauður fugl eins og hráviðri út um allt, minkurinn var spakur og lék sé þrátt fyrir nálægð mína, og kom mér á óvart hvað margar endur voru á ánni, fleiri en þegar ég var að skjóta þær fyrir 20 árum.

Sveitin er kominn í eiði og held ég að minkurinn og maðurinn séu mestu skaðvaldarnir en það er bara mín skoðun

Sigurður Helgason, 17.11.2009 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband