Vel haldnir hreppsnefndarmenn

Þeir eru greinilega ekki illa haldnir hreppsnefndarmennirnir í henni Reykjavík. Svo virðist engu skipta hvort þær mæta á fundi eða ekki. Launin fá þeir með skilum. Þeir geta líka talað nokkuð frjálslega í síma án þess að borga fyrir. Þeir geta farið út að borða, lesið Moggann frítt og dundað sér við ýmislegt á kostnað hreppsins enda verða þeir að gera eitthvað við frítímann fyrst þeir mæta ekki á fundi. Einu sinni kölluðust þeir hreppsómagar sem voru á framfæri sveitunga sinna.

Er ekki annars mikið sparnaðarátak í þessum fjölmennasta hreppi landsins núna sökum peningaleysis?


mbl.is Allt að 900 þúsund á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Guðjónsson

Nei því miður ekki. Þarna má alveg skera niður 40 milljarða á ári án þess að nokkur finndi fyrir því nema hreppsnefndarmenn, varahreppsnefndarmenn og Eykt.

Einar Guðjónsson, 11.11.2009 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband