Þá fjölgar ríkisjörðum

Alls konar lið sem kallað var auðmenn en voru í raun bara pappírstígrisdýr hefur á undanförnu árum eignast fullt af góðum jörðum á Íslandi, bæði góðum bújörðum og ekki síst jörðum sem hafa yfir náttúruauðlindum að ráða, eins og laxveiðihlunnindum. Bændur á þessum jörðum hafa svo oft á tíðum verið leiguliðar á jörðunum. Þessi pappírstígrisdýr eru nú með skottið á milli lappana og því líklegt að ríkisbankarnir eignist mikið af þessum jörðum. Ríkisjörðum fer því fjölgandi á ný en þeim hefur markvisst verið fækkað á liðnum áratugum með því að selja ábúendum þær. Að vísu eru nokkur dæmi um að ríkið hafi keypt jarðir. Það gerðist til að mynda á tímum framsóknarmanna í landbúnaðarráðuneyti og þá til þess að bjarga flokksgæðingum úr fjárhagsbasli.
mbl.is Skulda milljarð út á jarðakaup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

maður á ekki til orð - hér vantar okkur landsdómara sem fer um og klárar svona mál strax - með góðu eða illu - ekkert gefið eftir

Jón Snæbjörnsson, 7.11.2009 kl. 10:50

2 identicon

Blessaður,  því miður verða þetta ekki ríkisjarðir !!  Einhverjir vogunarsjóðir keyptu skuldabréfin í Kaupþing og Glitni, þeir munu eignast bankana fyrir 5 cent á Dollar !!  (Kannist þið við frasann ?)  Væntanlega fer Lífsval (70 jarðir) sömu leið !!

Það lýtur allavega út fyrir í dag að Landsbankinn verði eini ríkisbankinn... því miður..

Einar Hallsson (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 10:59

3 identicon

hvað veit maður nema þarna sé verið að afskrifa og gæðingarnir haldi jörðunum fyrir hundrað þúsund á kjaft þegar upp er staðið-eru þetta ekk viðkvæmar upplýsingar sem falla undir bankaleynd,svo kemur kúlu Finnur og segist ekki geta rætt mál einstakra viðskiptavina bankans-málið dautt.......

árni aðals (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband