Þetta er það sem "kvótaeigendur" vilja
24.10.2009 | 08:40
Þetta er einfaldlega bein afleiðing þess að kvóti er ekki aukinn sem full efni eru til. "Kvótaeigendur" vilja ekkert að kvótinn verði aukinn. Þá lækkar verð á leigu- og sölukvóta, veðhæfni útgerðarfyrirtækjanna minnkar og óæskilegir sjómenn komast til veiða. Menn geta svo velt fyrir sér samspili ráðgjafans, sem er Hafró og kvótaeigendafélagsins LÍÚ í þessum efnum.
Á þetta horfir nú Jón Bjarnason aðgerðarlaus og bjargarlaus eins og reyndar allir sjávarútvegsráðherra síðustu tveggja áratuga og rúmlega það. Valdið er hjá Hafró sem telur sig geta geymt fisk í sjónum og fitað smáfisk sem ekki hefur æti. Þetta hefur verið reynt í 25 ár. Hver er svo árangurinn? Aldrei fleiri skyndilokanir vegna smáfisks en einmitt nú. Hafró lætur ekki svo lítið að kanna hvort smáfiskurinn er ungfiskur eða gamall soltinn fiskur. Eitt símtal frá Fiskistofu dugar "vísindamönnunum."
Verð á leigukvóta í hæstu hæðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kvótakerfið er ein hörmungarsaga frá A til Ö.
Jakob Falur Kristinsson, 24.10.2009 kl. 09:11
Þetta er nú ekki alveg rétt hjá þér, ég hugsa að flestir útgerðarmenn vilja aukin þorskkvóta, þetta er bara kjánalega sett upp hjá þér, það er alls ekki þannig háttað hjá flestum útgerðum landsins að þær séu að leigja frá sér heimildir í gróða skyni, yfirleitt eru menn að skipta á tegundum til þessa að auka hagræðingu í greininni. Og leiguverð er einmitt svo hátt núna af því það er eiginlega enginn að leigja frá sér þannig ef enginn er að leigja frá sér, hvaða hag hafa útgerðarmenn af háu leiguverði ef þeir eru ekki að leigja frá sér? svo er ekki hægt að tala um lækkun á sölukvóta í dag því það er enginn hlutdeild að skipta um hendur, það er búið að setja greinina í uppnám með tali um fyrningu og því er enginn að kaupa og enginn að selja.
oob, 24.10.2009 kl. 09:16
Þú þarna oob. Við hvað heldurðu að fjármálastofnanir miði þegar þau taka veð hjá "kvótaeigendunum?" - Ég er ekki að segja að allir útgerðarmenn séu á sama báti en þeir, sem eru skuldsettir og það eru margir, eru á þessum báti sem ég tala um.
Haraldur Bjarnason, 24.10.2009 kl. 12:24
Ég held að fjármálastofnanir hafi verið að taka veð í kílóum en ekki hlutdeild í eignarkvóta, því verð hefur yfirleitt miðast við kr/kg, þannig ef kvóti yrði aukin þá myndi veðsetning fyrirtækja lækka og aukning á heimildum yrði öllum til góða, bæði útgerðum sem eiga kvóta og einnig kvóta minni og lausum því leiguverð myndi lækka sem og fjármálastofnunum og landinu. Það segir sig sjálft ef útgerðin fengi að veiða meira þá er hún betur í stakk búin til þess að borga skuldir sínar
oob, 24.10.2009 kl. 16:40
Haraldur: eitt virðist vanta í umræðuna; þú getur ekki veðset það sem þú átt ekki, svo öll veðsetning út á kvóta er veðlaus með öllu, allur fiskur á Íslandsmiðum er þjóðareign.
Magnús Jónsson, 25.10.2009 kl. 01:14
Hárrétt Maggi en svona er þetta ekki í reynd. Bankar hafa tekið veð í kvóta í áratugi. Bátur án kvóta er verðlaus en ekki hinn sem kvóti er skráður á. Lögum samkvæmt á fiskurinn í sjónum að vera þjóðareign en reyndin er önnur.
Haraldur Bjarnason, 25.10.2009 kl. 15:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.