Lánastofnanir taki eitthvað á sig líka
21.10.2009 | 20:01
Íslenskar lánastofnanir hafa ásamt tryggingafélögum og olíufélögum aldrei þurft að taka áhættu í rekstri. Réttur skuldara hér á landi hefur aldrei verið neinn. Ekki einu sinni þeirra skuldara sem gerðu ekkert annað en fá lán til að koma þaki yfir sig og sína.
Fjármagnseigendur hafa alltaf allt sitt á þurru með belti og axlabönd, allt vísitölutryggt. Jafnvel þeir sem tóku þátt í keðjubréfum þenslunnar hafa sitt á þurru. Þeir fjármögnuðu sín hlutabréf með því að eitt félag í þeirra eigu lánaði öðru og svo framvegis. Svo fóru þessi félög bara á hausinn því keðjan slitnaði. Eftir sitja sperrtir drengir með allt á þurru.
Það er gott og blessað að nú eigi að auka svigrúm skuldara en er ekki tími til kominn að lánastofnanir taki eitthvað á sig líka?
Svigrúm skuldara aukið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.