Nagladekk óþörf víða

Allt að 80% landsmanna gætu komist hjá því að skipta um dekk og setja nagladekk undir. Allir þeir sem þurfa að aka innanbæjar á höfuðborgarsvæðinu og frá Keflavík og Akranesi til Reykjavíkur. Þokkalega gróf heilsárdekk duga. Þau gætu dugað víðar á landinu ef fólk þarf ekki yfir fjallvegi. Með þessu má spara stórfé.
mbl.is Mikill verðmunur á dekkjaskiptum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.10.2009 kl. 16:29

2 identicon

Sæll,

Nokk sammála þér með naglana.

Vil þó vekja athygli á að það er í raun ekki til neitt sem heitir heilsársdekk, aðeins óneglanleg vetrardekk.  Munur á vetrardekkjum og sumardekkjum er almennt það mikill að það borgar sig að vera með 2 ganga, jafnvel þó að það þurfi að kosta til skiptingar.  Ástæðurnar liggja í að gúmmí í vetrardekkjum þola þurrt malbik ekki eins vel og slitnar því hraðar á sumrin. Einnig er bensíneyðsla er meiri á vetrardekkjum að sumri til ásamt því að almennur hávaði af vetrardekkjum er mikill á þurru malbiki.  Einnig er mjög gott að láta jafnvægisstilla dekk reglulega en víbringur, ásamt óþægindum í akstri, skemmir.

Umfelgun, sem kostar í kringum 7 þúsund er því fljót að koma til baka.

kveðja, Dóri

Dóri (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 16:52

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég er með báða ganga á felgum og var einmitt að skipta yfir á sumardekk aftur.

En það eru líka til þessi svokölluðu loftbóludekk sem ég hef áhuga á að prófa. En þau eru eitthvað dýrari held ég.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.10.2009 kl. 17:01

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Strákar, þegar ég bjó fyrir austan, rétt utan Egilsstaða, var ég með heilsárdekk á framhjoldrifnum Opel og ónegld. Það dugði í marga vetur en að vísu hafði ég jeppa í vinnunni því við þurftum alltaf að fara yfir fjallvegi vinnu. Það er málið. Á jafnsléttunni hér syðra þurfum við ekki nagla.

Haraldur Bjarnason, 13.10.2009 kl. 17:18

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Rétt, Haraldur. Ég ferðast töluvert á milli fjarða hér eystra og til Egilsstaða á framhjóladrifnum bíl. Mér finnst ég öruggari á nöglunum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.10.2009 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband