Ránfiskur á grunnsævi

Það er með ólíkindum að Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra skuli hafa kokgleypt tillögur Hafró um minni skötuselskvóta hráar. Sami ráðherrann og þykist vera svo sjálfstæður að hann er tilbúinn að standa gegn samþykkt alþingis. Grásleppusjómenn við Breiðafjörð hafa verið að fá upp í hálft tonn af skötusel í netin. Þeir geta ekki farið með hann á markað því engan kvóta er að fá. Annað hvort verða þeir og þeirra fjölskyldur að eta þetta eða þá einfaldlega að henda kvikindunum í sjóinn, eins og einn sjómaðurinn í Stykkishólmi sagði Jóni Bjarnasyni þegar hann kom þangað og sagt er frá í Skessuhorni í síðustu viku. Innan úr skötuselnum hafa verið að koma rauðmagar í heilu lagi og grásleppuhrogn. "Þetta er ránfiskur og hann er að éta kavíarinn hér upp á grunnsævi," sagði einn grásleppukarlinn í samtali við Skessuhorn. Það eru ekki mörg ár síðan skötuselur var sóttur á nokkur hundruð faðma dýpi suður af landinu. Nú er hann á 2-6 faðma dýpi í grásleppunetum við Breiðafjörð. "Vísindamennirnir" hjá Hafró vita sennilega ekki af þessu. Hann hefur ekki skilað sér í reiknilíkön þeirra og bændaskólakennarinn í sjávarútvegsráðherraembættinu trúir þeim í blindni. 
mbl.is Vilja aukinn skötuselskvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég er ekki alveg að skilja hvernig hægt er að setja kvóta á fisk sem ekki er róið sérstaklega á.. skötuselurinn hefur alltaf verið kvikindi sem bara slæðist með afla..  Ég meina, er einhver bátur gerður út til þess að veiða skötusel ?  ef ekki þá er hugboð mitt um það að Jón Bjarnason sé fífl og trúður bara rétt.

Óskar Þorkelsson, 27.7.2009 kl. 19:58

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Já Hornfirðingar og Vestmannaeyingar prófuðu að gera út á þetta fyrir áratug eða svo og lögðu þá net á um 200 faðma dýpi. Nú eru smábátasjómenn farnir að gera út á skötusel en allur kvóti uppurinn. Hann er veidur í net og á færi á grunnsævi í dag. Nokkuð sem Hafró virðist ekki vita af.

Haraldur Bjarnason, 27.7.2009 kl. 20:39

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

já ok þetta er nýtt fyrir mér.. þegar ég var til sjós.. sem að vísu er orðið talsvert langt síðan þá var þetta skrímsli yfirleitt ekki hirt nema af sérvitringum eins og pabba og mér..

Óskar Þorkelsson, 27.7.2009 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband