Þetta nær út fyrir öll þjófamörk
9.7.2009 | 20:19
Þetta Sjóvárdæmi er enn eitt dæmið um óhefta frjálshyggju án eftirlits í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem stóð yfir allt of lengi. Hollvinir þessara flokka skiptu á milli sín ríkiseignum. Björgólfunum var lánað úr ríkisbankanum Búnaðarbanka til að kaupa ríkisbankann Landsbankann. Svo var Finni Ingólfssyni og hyglað á sama hátt við kaup á Búnaðarbankanum. Allt er þetta fjármagnað af almannafé og Rússagróði Björgólfanna virðist hafa farið í annað. Finnur hafði svo frjálsan aðgang að eignum Samvinnutrygginga sáluga og tókst að eyða því í sjálfa sig og aðra en eigendur fengu ekki neitt. Nú standa svo Bjarni Ben og Sigmundur, ungir formenn flokkanna og væla og skæla yfir ríkisstjórninni. Nei. Ný Framsón og nýr Sjálfstæðisflokkur eru á sama grunni og áður. Allt er fallið á okkur fyrir tilverknað þeirra flokka og að þeir skuli verja þessa vitleysu núna nær út fyrir öll þjófamörk.
Hefðu ekki getað tekið við viðskiptavinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ja þetta er soðalegt og eg tel mig heppinn að fylgjast með astandinu a Islandi ur fjarlægð, er varðandi russagroða björgulfanna var auðvitað um að ræða maffíu peninga sem stoð til að þvo a vesturlöndum og þa var island bara of litið...þetta var þvegið annarstaðar og siðan væntanlega sett i geymslur a tortilla
sigurður örn brynjolfsson (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 20:49
Sæll frændi. Ég held að mörgum líði núna líkt og að veröldin hafin nánast hrunið í kringum þá. Hegðun þessara aðila er með þeim ósköpum að það seint verður um jafnað. Þeir settu aldrei neitt í bankana og áttu þess vegna aldrei neitt. Þessi hegðun, bæði þeirra og svo stjórnmála- og embættismanna sem tóku þátt í þessari "sýndareinkavæðingu" bankanna, hlýtur að höggva nærri því að flokkast undir landráð, en til vara stórfelldan þjófnað eða einskonar "þjóðarrán".... Líklega þarf að skrifa kennslubækur í lög- og hagfræði upp á nýtt til að útskýra hvers konar fyrirbæri þetta er eða var.... það verður fróðlegt að lesa pistilinn hennar Angesar Braga á sunnudaginn.
Ómar Bjarki Smárason, 9.7.2009 kl. 22:07
En vers vegna telur Steingrímur J það vera öllu öðru nauðsynlegra að skattgreiðendur borgi brúsann?
Fjármagna bankana með sama kúluliðið innanborðs, borga icesave, skella 16 milljörðum í Sjóvá og ganga í ESB, hvað gengur að Steingrími?
Magnús Sigurðsson, 9.7.2009 kl. 22:13
og er ekki allt í lagi að allir löggiltir bifvélavirkjar´með fullkomin verkstæði fái að skoða bíla....ekki bara fyrirtæki finns ingólfssonar-það er svo 2007...!!!!
zappa (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 01:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.