Sævar Guðjónsson brást rétt við

Það er víða að finna stríðsminjar eystra en á safninu sem tileinkað er stríðsárunum á Reyðarfirði. Sævar Guðjónsson á Mjóeyri á Eskifirði sýndi þarna fyllstu ábyrgð sem leiðsögumaður þegar hann tilkynnti um þennan torkennilega hlut. Svona lagað getur verið lífshættulegt eins og reyndin var í Fellum á Héraði fyrir um fjórum áratugum. Nú er sem betur fer orðið algengt að fólk gangi á fjöll og um gamlar vegslóðir en einmitt þær voru notaðar til æfinga á stríðsárunum. Því er mikilvægt að staðkunnugir séu ávallt leiðsögumenn. Það sýndi sig með Sævar í þessu tilviki. Hann veit hver umsvif hernámsliðsins voru á stríðsárunum og hvar það stundaði æfingar.
mbl.is Búið að eyða hættulegri sprengju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sævar var reyndar ekki leiðsögumaður í þessari ferð, heldur Þóroddur Helgason. Ég var í göngunni og tók nokkrar myndir sem ég setti á bloggið mitt.

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.6.2009 kl. 02:16

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ok. hélt að Sævar hefði verið það því ég heyrði í honum í útvarpinu. Heimamaður er það samt og það er vel.

Haraldur Bjarnason, 26.6.2009 kl. 10:13

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sævar hefur reyndar verið leiðsögumaður í einhverjum öðrum ferðum í gönguvikunni, bara ekki þessari.

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.6.2009 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband