Friða þorsk án fæðu til að hann fjölgi sér
7.6.2009 | 14:23
Þessi tilvtinun í skýrslu Hafró er athyglisverð:
Það er reyndar afar mikilvægt að allir geri sér grein fyrir því að megin tilgangur farsællar fiskveiðistjórnunar er að tryggja hagkvæmar fiskveiðar og skynsamlega nýtingu árganganna, en einnig að lágmarka hættu á nýliðunarbresti af völdum of þungrar sóknar. Þessu fylgir að með bættum árangri í stjórn veiðanna verður meira af fiski á miðunum og háværari krafa um að þá sé tímabært að auka við aflaheimildir,"
Hafró er enn að boða sama ruglið og síðustu áratugi. Friðun án fæðu til að fita þorskinn og fjölga honum. Ætli 300 þúsund tonna þorskveiði núna væru ekki hæfileg veiði til að halda við stofninum og sjá til þess að nýliðun verði eðlileg. Kannsi þarf að veiða enn meira enda er nóg af þorski allt í kringum landið.
Mokveiði af þorski á Akranesi í vor. Þetta er fiskur sem Hafró veit ekki að er til.
Of mikil sókn myndi setja þorskinn í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ertu vitlaus maður,þá hrynja veðin maður...það er jú um það sem allt snýst.
zappa (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 14:59
Það eru mýmörg dæmi þess að sókn í fiskistofna hefur verið of mikil og þeir hrunið í kjölfarið. Þetta gildir um nánast alla fiskistofna í Efnahagsbandalaginu. Svona fór þetta líka í Flæmska hattinum, Barentshafi og síldinni okkar. Það er mikil heimska að læra ekki af reynslu annarra, en það er miklu meiri heimska og reyndar fáviska að læra ekki af eigin reynslu, en þar höfum við mýmörg dæmi.
Kristinn Sigurjónsson, 7.6.2009 kl. 15:12
Zappa er inni á einhverju athyglisverðu.. veðin í aflanum hrynja við aukna þorskveiði.
Óskar Þorkelsson, 7.6.2009 kl. 15:36
Alveg síðan HAFRÓ fór af stað með "togararallið" (haugarallið) hafa þeir verið á villigötum sjá hér
Jóhann Elíasson, 7.6.2009 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.