Ekki hlaupið út úr þessu

Það er alveg ljóst að ekki verður hlaupið út úr þessu fáránlega kvótakerfi. Því þarf að ná sátt um leiðina milli allra þeirra sem hlut eiga að máli. Miklir hagsmunir eru í húfi. Ekki aðeins fyrir "kvótaeigendur" heldur líka fyrir  útgerðarmenn, sjómenn, fiskvinnslufólk og þjóðina alla. Hvernig væri svo í framhaldinu að auka við kvótann? Það er nægur fiskur í sjónum og áframhaldandi geymslustefna Hafró er aðeins til að eyðileggja fiskveiðar við strendur Íslands.
mbl.is Boðað til sáttafundar um fyrningarleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hverjir eru hagsmunaaðilar,eru það handhafar eða eigendur kvótans? og hvernig er hægt að ná "sáttum" við útgerðarmenn?þeirra áherslur eru einfaldar "þetta er okkar eign"

zappa (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 12:38

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Árni (Zappa) eins og þú sérð tala ég ekki um hagsmunaaðila enda legg ég orðið aðili aldrei mér í munn. Ég nefni kvótaeigendur innan gæsalappa enda eru það ég og þú, þjóðinn öll sem á kvótann. Hinir hafa eignað sér hann með aðstoð bakanna. Þeir eiga ekkert í þessu en samt er erfitt að bakka út úr þessu. "Kvótaeignin" er ein af fjölmörgum vandamálum sem bankamenn síðustu áratuga hafa komið í þjóðinni í.

Haraldur Bjarnason, 5.6.2009 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband