Árni, sparkaðu í rassinn á samráðherrunum!

Það sem Árni þarf að gera núna er að sparka í rassinn á samráðherrum sínum og gefa skít í Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Það þarf að lækka vexti í landinu. Atvinnulífið kemst ekki í gang fyrr. Atvinnuleysistryggingasjóður er ekki lausnin. Hann þýðir bara útgjöld fyrir ríkið. Atvinnulífið í landinu er það sem gefur tekjur og almenna heilsu fyrir fólk. Fólk er fyrirtæki og fyrirtæki eru fólk. Án þeirra er allt lamað. Að afla aukinna tekna í atvinnuleysissjóð er einfaldlega álögur á almenning. Almenninginn sem ekki tók þátt í sukkinu en verður nú að taka afleiðingum timburmannanna. Skilið láninu frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og þá reddast þetta.
mbl.is Árni staðráðinn í að bjarga Atvinnuleysistryggingasjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Árni er með hausinn fastann upp í eigin rassgati og finnur því ekki annara manna skítalykt.  Árni og menn eins og hann hafa komið Íslandi á hausinn.  Burt með Árna.  

Björn Heiðdal, 5.6.2009 kl. 09:45

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

þvílíkt rugl í þér Björn....Árni Páll er einn af fáum mönnum sem geta komið þjóðinni á réttan kjöl aftur.

Haraldur Bjarnason, 5.6.2009 kl. 12:01

3 Smámynd: Björn Heiðdal

Lengi lifi Jóhanna og Davíð.  Húrra, húrra, húrra!  Úps, þau eru í sitthvoru liðinu það gengur ekki að halda með þeim báðum.  Ég ætla að halda með sjálfum mér.  Þú mátt halda með Árna Páli sem segir að hlutverk stjórnmálamanna sé að ljúga að kjósendum til að vernda hagsmuni. 

Allir sem ljúga og pretta fá ekki mitt atkvæði.  Sagði ekki Árni að framtíð landsins væri björt korteri fyrir bankahrun.  Þakkaði hann síðan ekki bankamálaráðherra fyrir vel unnin störf?  

Kannski ertu í vinningsliðinu?

Björn Heiðdal, 5.6.2009 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband