Spurning um áherslur

Þetta er sannarlega glæsilegt skip og eflaust er nýi Þór enn glæsilegra skip og betur útbúið. En það dugar skammt þegar ekki eru peningar til að gera skipið út. Fyrst varla er hægt að halda viðunandi vaktakerfi fyrir þyrlur Landhelgisgæslunnar og varðskipin liggja bundin við bryggju, þá er varla von til að hægt verði að gera út svo glæsilegt skip. Þörfin er þó vissulega fyrir hendi, bæði við að gæta fiskveiðilögsögunnar og vegna öryggis sjómanna. Ætla rétt að vona að hægt verði að gera nýja Þór út þegar hann kemur til landsins. Þetta er spurning um áherslur, eins og alltaf.
mbl.is Norskt systurskip Þórs í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Einstaklega glæsilegt skip og það er synd að við skulum vera svona asskoti blankir að geta ekki haldið úti almennilegri strandgæslu..

btw.. ég sá de havilland flugvél frá sænsku strandgæslunni fyrir framan flugskúli landhelgisgæslunnar í gær.. er hún í láni eða heimsókn ?

Óskar Þorkelsson, 2.6.2009 kl. 15:09

2 identicon

Það er ekki að spyrja að... Íslenska leiðin er að sjálfsögðu stærra, glæsilegra og betur búið en allir aðrir hafa. Hefði ekki verið svolítið skynsamlegra að sníða sér stakk eftir vexti. Kannski með tveimur minni skipum svolítið glæsiminni?

Thor Svensson (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 16:29

3 identicon

NEI! Stærðin skiptir máli og LHG veitir ekkert af því að vera með svo stórt skip hér á úthöfunum  þar stærstu skemmtiferðaskip heims sigla um og bráðum mjög stór gas og olíu flutningaskip. En skemmtileg tilviljun að helvítins tónlistarhúsið er þarna í bakrunn á myndinni sem fylgir fréttinni, það væri nú nær að geyma það bull og láta LHG ofl fá nægilegt rekstrar fé

Reynir (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband