Fáránleiki lánskjaravísitölunnar sést nú vel

Enn á ný kemur í ljós hversu fáránleg lánskjaravísitalan er og sá grunnur sem útreikningur hennar byggir á. Nú ætlar ríkið enn á ný að auka tekjur með því að hækka brennivín, tóbak og kostnað við rekstur bíla. Hverjir blæða svo? Jú þeir sem eru með verðtryggð lán. Skuldir þeirra hækka en eignir eignamannanna aukast. Þeir geyma sitt á þurru á verðtryggðum reikningum.

Þarna skjóta stjórnvöld sig í fótinn. Jafnaðarstefnan býður afhroð, því miður. Á meðan við búum við þessa fáránlegu lánskjaravísitölu bitna svona aðgerðir fyrst og fremst á barnafjölskyldum og þeim sem skulda. Það er ekki í anda jafnaðarstefnu að hygla hinum ríku á þennan hátt.


mbl.is Von á víðtækari aðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband