Finnur fær milljarð afskrifaðan
25.5.2009 | 16:28
Það er ljóta fjandans klemman sem við erum komin í eftir þessa umsókn til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Þar eru eyrnaklemmurnar hertar með hverjum deginum sem líður. Er ekki athugandi að bakka út úr þessum skratta, sem í gegnum tíðina hefur sett hverja þjóðina á fætur annarri á hausinn? Lilja Mósesdóttir hefur lagt til að láninu verði skilað. Jóhanna segir í raun núna að stjórnvöld geti ekkert gert neitt til að hjálpa heimilum landsins. Eina sem virðist gert er að bjarga krimmunum. Það nýjasta er að Finnur Ingólfsson losnar við milljarð. Fjölskyldurnar eru að tala um tugi, eða hundruði þúsunda, kannski milljónir. Steingrímur Sigfússon varaði við AGS samingnum. Voru Solla og Geir í tómu klúðri þegar þau reyndu að bjarga því sem Davíð og kó höfðu komið okkur í? - Sennilega var þetta allt plat með kosningarnar og ríkisstjórn. - Við ráðum engu hér.
Róttækar og erfiðar ákvarðanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta hef ég alltaf sagt Halli minn, það er sama hvað er kosið. Eini valkosturinn sem við höfum er að nota samtakamátt okkar í að borga ekki.
Magnús Sigurðsson, 25.5.2009 kl. 16:41
Ég er ekki viss um að Finnur Ingólfsson meti málið þannig að það sé verið að bjarga honum með því að taka yfir eignarhlut hans í Icelandair -- það er álíka gáfulegt og segja að bankinn sem tekur heimili fjölskyldu upp í skuld sem hún getur ekki borgað sé að bjarga fjölskyldunni. Við verðum að vona að Icelandair standi sig vel í framtíðinni og ríkisbankinn geti selt hlut sinn í framtíðinni með hagnaði, enginn veit þó neitt um það enn.
GH (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 16:57
Halli, finna framhlaðnínginn & olíubera gamla rúzzann.
Þetta fer bara á einn veg...
Steingrímur Helgason, 25.5.2009 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.