Klippa á Breta

Bretar eru alltaf sjálfum sér samkvæmir í yfirgangi gagnvart þeim sem þeir telja sér minni. Það eina sem dugar er að klippa á þá. Það gerði Guðmundur heitinn Kjærnested í þorskastríðinu. Þá var líka slitið stjórnmálasambandi við þessa ofbeldisseggi. Það hefði átt að gera strax þegar þeir beittu hryðjuverkalögunum. Klippa á Breta. Það er einfalt.
mbl.is Hafa fengið nóg af Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Senda nýja Þór með vírklippurnar einn hring í kringum Bretland á sæstrengina þeirra, og púff.... allt í einu er Bretland sambandslaust við umheiminn. Góð hugmynd!

Guðmundur Ásgeirsson, 8.5.2009 kl. 18:28

2 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Þetta er nú bara sýnishorn af þeirri meðferð sem bíður okkar sem pínulítið ESB ríki með 5 þingmenn af 750

Guðrún Sæmundsdóttir, 8.5.2009 kl. 20:36

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Já Guðmundur. Nýi Þór mætti hafa aðeins djúpristari klippur en voru og þá gengur þetta upp. Guðrún það er frekar að við getum klórað í Bretaskrattana innan ESB en utan.  Þá þurfa þeir verulega á okkur að halda.

Haraldur Bjarnason, 9.5.2009 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband