Dagblað vikunnar
5.5.2009 | 23:41
Það stefnir í að DV verði vikublað. Nú eru útgáfudagarnir orðnir þrír. Þetta er hörmung í blaðaútgáfu. Fréttablaðið er svipur hjá sjón og kemur út 6 daga vikunnar auk þess sem dreifingin er af svo skornum skammti að aðeins þeir fyrstu fá utan höfuðborgarsvæðisins og Akureyrar. Ekki einu sinni dreift á Snæfellsnesi. Skil ekki lengur auglýsendur sem auglýsa í blaði með takmarkað upplag og dreifingu og þykist vera á landsvísu. Ég fæ Moggann kl. 6 á hverjum morgni en sá ekki betur í morgun en áskriftin hefði hækkað um 500 kall á mánuði án þess að tilkynnt væri um það sérstaklega auk þess sem hann er óttalega þunnur. Skessuhorn kemur út á morgun, 24 síður, stútfullt af efni, óbreytt áskriftarverð. www.skessuhorn.is
Breyting á útgáfu DV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ég las um daginn að í henni ameríku séu flest öll lókal fréttablöð að deyja hægt og rólega.. hundruð dagblaðaútgáfna fóru á hausinn í fyrra og snemma á þessu ári..
Sama sagan verður örugglega hér á landi..
Óskar Þorkelsson, 6.5.2009 kl. 11:40
Óskar. Ef ég nefni sem dæmi um "lokal" fjölmiðlun þá var verið að stækka svæðisútvarpið á Vestfjörðum yfir á hluta Vesturlands líka. Sl. haust höfðu forsvarsmenn RÚV hins vegar uppi hugmyndir um að leggja svæðisútsendingar á Austurlandi, Norðurlandi og Vestjförðum af. Þegar fjármálaumsvifin voru sem mest hér og þótti í tísku að vera í sparifötum og höndla með eitthvað sem ekki var til, var fréttaþátturinn Auðlind á Rás 1 hjá RÚV lagður niður. Hann hefur nú verið endurvakinn með aðeins víðara umfjöllunarefni, þ.e. ekki bara sjávarútvegsmál heldur atvinnulífið í heild. Þetta endurspeglar það sem Jóhanna er að segja og raunar Norðmenn og fleiri hafa vitað alla tíð. Afmarkað viðfangsefni höfðar til neytenda. "Lókalinn" blífur. Nú þegar þrengir að vilja menn hafa umfjöllun um það sem er næst þeim. Fólk vill ekki flækja málin of mikið.
Haraldur Bjarnason, 6.5.2009 kl. 13:33
þetta er eflaust rétt hjá þér Halli, það sem eru lókal blöð í henni ameríku eru oft blöð sem koma út ú hundruðum þúsunda eintaka á degi hverjum :) svo dæmið var kannski ekkert voðalega gott hjá mér.
Óskar Þorkelsson, 6.5.2009 kl. 13:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.