Lýðræðið og frelsið fótum troðið

Sérhagsmunaliðið í Sjálfstæðisflokknum hefur náð sínu fram í hagsmunagæslunni með málþófi á Alþingi. Flokkur sem hefur þessi völd þarf auðvitað hvorki kjósendur né kosningar. Hann nær sínu fram með frumskógarlögmálinu eins og alltaf. Annars eru þetta undarleg fundarsköp á Alþingi. Þau ganga þvert á allt sem tíðkast í venjulegum fundarsköpum. Það er eðlilegt að ræða málin áður en til atkvæðagreiðslu kemur en það skuli hægt að teygja lopann með söng og sögulestri til þess að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu á ekkert skylt við lýðræði.

Þessi atlaga hagsmunagæslumannanna við lýðræðið er til skammar. Lýðræði og frelsi er það sem allir óska sér. Þetta tvennt er hins vegar vandmeðfarið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú fótum troðið hvorttveggja til hagsbóta fyrir einkavinina en til tjóns fyrir allan almenning í þessu landi.


mbl.is Stjórnarskrá ekki breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband