Breytir ekki trúarbrögðum Hafró

Togararall er og hefur alltaf verið arfavitlaus aðferð til að nota sem ráðgjöf um hverjar aflaheimildir eiga að vera. Einfaldlega vegna þess að fiskurinn hefur sporð og leitar því þangað sem lífsskilyrði fyrir hann eru best hverju sinni. Það er góðra gjalda vert að toga ár eftir ár á sömu bleyðunum á sömu skipunum. Slíkt getur gefið samanburð á lífríki viðkomandi staða og hitastigi. En að þetta eigi að segja okkur eitthvað um ástand þorskstofnsins er fáránlegt.

Mikið þarf að ganga á til að Hafró víki frá trúarbrögðum sínum um að hægt sé að geyma fiskinn í sjónum, eins og í einhveri afmarkaðri kví og bíða eftir að hann stækki. Þessi niðurstaða kemur ekki til með að breyta neinu um fiskveiðiráðgjöf á þeim bæ.


mbl.is Vísbendingar um sterkan þorskstofn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég gæti ekki orðað þetta betur, þakka þér fyrir hárbeittan og kórréttan pistil.

Sævar Einarsson, 16.4.2009 kl. 19:44

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Samt ótrúlegt hvað þeir eru duglegir að finna fisk rétt fyrir kosningar. Þetta er ekki í fyrsta skipti.

Víðir Benediktsson, 17.4.2009 kl. 07:34

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er mikið rétt Haraldur.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 17.4.2009 kl. 07:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband